Peningamál - 01.11.2009, Page 50

Peningamál - 01.11.2009, Page 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 50 ARIMA-líkanið spáir að hún verði töluvert hærri, eða 8,4%. Spá kostnaðarlíkansins endurspeglar að lítill þrýstingur er frá vinnumarkaði nú um stundir og að gengi krónunnar hefur verið stöðugra á síðustu mánuðum en fyrr á árinu. Hins vegar lítur það fram hjá þeim þáttum sem snúa að væntingum um þróun gengis krónunnar, en breytingar í þeim geta tafið fyrir áhrifum veikara gengis krónunnar á verðbólgu. Spá ARIMA-líkansins endurspeglar hins vegar verðbólgustig mán- aðanna á undan. Þessi líkön hjálpa til við að gefa vísbendingar um verðbólguhorfur til skemmri tíma þó að hvort um sig segi sína sögu. Í grunnspánni fyrir næstu tvo ársfjórðunga er í raun tekið mið af báðum sjónarmiðum sem koma fram í spám líkananna og er gengið út frá því að meiri undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé til staðar en ætla mætti út frá kostnaðarþrýstingi. Meiri undirliggjandi verðbólga fram á mitt ár 2011 Talið er að undirliggjandi verðbólga, þ.e. verðbólga án áhrifa óbeinna skatta, verði heldur meiri fram á mitt ár 2011 en talið var í Peningamálum í ágúst sl. Þótt undirliggjandi verðbólga muni minnka heldur hægar en spáð var í ágúst, er áfram gert ráð fyrir að verðbólga hjaðni tiltölulega hratt þegar kemur fram á næsta ár. Mikill slaki hefur myndast í þjóðarbúskapnum, gert er ráð fyrir að gengi krónunnar verði tiltölulega stöðugt framan af spátímanum og horfur eru á tak- mörkuðum kostnaðarþrýstingi vegna launahækkana. Reiknað er með því að undirliggjandi verðbólga verði nálægt markmiði Seðlabankans á seinni hluta næsta árs, u.þ.b. ársfjórðungi síðar en í ágústspánni. Áfram eru horfur á að undirliggjandi verðbólga fari tímabundið niður fyrir markmiðið haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt. Í lok spá- tímans er áætlað að undirliggjandi verðbólga verði um 2%. Breyttar áætlanir um álagningu óbeinna skatta breyta horfum um mælda verðbólgu Í tengslum við áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vænta veru- legra tekjuöflunaraðgerða af hálfu hins opinbera og mun það hafa áhrif á mælda verðbólgu. Í þessari spá er þó reiknað með nokkru minni áhrifum af hækkun óbeinna skatta á verðlag en í Peningamálum í ágúst og byggist það mat á upplýsingum úr fjárlagafrumvarpi næsta árs. Áætlað er að verðlagsáhrif nýrra skattabreytinga muni nema um 1,6 prósentum sem koma fram á fyrsta fjórðungi ársins. Munurinn á undirliggjandi og mældri ársverðbólgu verður þó nokkru meiri en sem því nemur framan af árinu á meðan áhrif skattabreytinga sem kynntar voru á þessu ári eru enn inni í ársmælingunni. Samanlögð áhrif meiri undirliggjandi verðbólgu framan af spátímanum og minni verðlags- áhrifa skattahækkana eru þau að reiknað er með nokkru meiri mældri verðbólgu fram á árið 2012 en í síðustu Peningamálum. % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-10 Verðbólguspár úr ólíkum líkönum Verðbólga án skattaáhrifa PM 2009/4 ARIMA-líkan Einfalt kostnaðarlíkan 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2009 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj. 2010 % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-11 Verðbólga og verðhækkanir evru Breyting frá sama tíma árið áður Verðbólga án skattaáhrifa (v. ás) Gengi krónu gagnvart evru (h. ás) 0 3 6 9 12 15 18 -20 0 20 40 60 80 100 201220112010200920082007 % % Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-12 Verðbólga með og án skattaáhrifa Verðbólga Verðbólga án skattaáhrifa Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 201220112010200920082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.