Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 39 er meðal fyrirtækja sem selja vörur og þjónustu til útlanda. Í sjávar- útvegi vildu um 30% fyrirtækja bæta við sig starfsfólki í september en 7% í maí. Aðeins 10% þeirra vildu fækka starfsfólki en ríflega þriðj- ungur í maí. Um fimmtungur útflutningsfyrirtækja telur nú vera skort á starfsfólki en aðeins 10% í maí. Afstaða fyrirtækja sem selja á inn- lendan markað hefur þó ekki breyst. Eina atvinnugreinin þar sem fleiri fyrirtæki vilja fækka starfsmönnum í september en í maí er sérhæfð þjónusta. Þar vildu rúmlega 70% fyrirtækja fækka starfsmönnum, en um fjórðungur í maí. Líklega á fyrirhugaður niðurskurður hjá hinu opinbera stóran þátt í þessari breytingu. Niðurstöður könnunar Samtaka atvinnulífsins (SA) sem gerð var meðal félagsmanna þeirra fyrri hluta október sýnir sömu nið- urstöðu og könnun Capacent Gallup. Könnun SA sýnir að fjórðungur fyrirtækja á almennum vinnumarkaði hyggst fækka starfsmönnum á næstu sex mánuðum en 14% hyggjast fjölga þeim. SA áætlar að þessar niðurstöður svari til þess að um 2 þúsund manns á almennum vinnumarkaði gætu misst vinnuna á næstu sex mánuðum umfram nýr- áðningar, en það hefði í för með sér að atvinnuleysi ykist um rúmlega eina prósentu. Niðurstöður viðhorfskönnunar Capacent Gallup og nið- urskurðaráform ríkis og sveitarfélaga benda til þess að starfsmönnum hins opinbera muni einnig fækka nokkuð á næstu misserum. Sveigjanleiki innlends vinnumarkaðar flýtir fyrir aðlögun þjóðarbúskaparins Á samdráttarskeiðum hefur sveigjanleiki innlends vinnumarkaðar auð- veld að aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi. Atvinnuleysi hefur því aukist minna en ella. Sveigjanleikinn kemur að mestu leyti fram í breytingu á atvinnuþátttöku og vinnutíma. Það sama gerist í núver- andi niðursveiflu. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands fækkaði heildarvinnustundum um rúmlega 14% á þriðja fjórðungi þessa árs miðað við sama tíma árið áður. Fækkun vinnustunda stafaði bæði af fækkun vikulegra vinnustunda um tæplega þrjár stundir og fækkun fólks við vinnu í viðmiðunarvikunni um næstum 9%. Undanfarið ár hefur heildarvinnustundum fækkað um 10%. Fleiri yfirgefa vinnumarkaðinn Eins og sjá má á mynd VI-5 kom minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli fyrst fram í fjölgun atvinnulausra en frá og með öðrum ársfjórðungi fjölgar einnig þeim sem yfirgefa vinnumarkaðinn. Þetta eru dæmigerð viðbrögð við alvarlegum kreppum og reynsla fyrri fjármálakreppa gefur til kynna að hluti þessa fólks muni jafnvel ekki snúa aftur á vinnumark- aðinn. Atvinnuþátttaka á þriðja fjórðungi ársins var um tveimur prósent- um minni en hún hefur verið á sama ársfjórðungi síðastliðin þrjú ár. Að teknu tilliti til árstíðar var atvinnuþátttaka rúmlega 80% eða um tveimur prósentum minni en hún hefur verið að meðaltali frá árinu 1991.1 Hefði atvinnuþátttaka haldist í grennd við meðaltal tímabilsins frá 1991 má ætla að atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi hefði orðið ríflega hálfri prósentu meira en samkvæmt Vinnumarkaðskönnuninni. 1. Þ.e. það tímabil sem Vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands nær yfir. Mynd VI-4 Breytingar á vinnuafli 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2009 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs -16 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 Heimild: Hagstofa Íslands. Meðalvinnutími (klst.) Heildarvinnu- stundir (%) Fjöldi starfandi (%) Atvinnuþátttaka (prósentur) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-5 Breytingar á vinnuafli 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2009 Vinnuafl Atvinnulausir Starfandi Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs, í þúsundum -16 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 200920082007200620052004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.