Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 10

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 10 … og horfur til næstu ára eru aðeins betri en áður var spáð Aðeins betri horfur í efnahagsmálum og lægra atvinnuleysi en í fyrri spám leiða til þess að bati einkaneyslu verður nokkru hraðari en spáð var í ágúst. Hann verður þó hægur, enda þurfa skuldsett heimili að byggja upp eigið fé á ný með auknum sparnaði og niðurgreiðslu skulda. Ráðstöfunartekjur dragast meira saman á næsta ári en áður hafði verið talið vegna meiri hækkana beinna skatta. Þær lækka hins vegar frá hærra stigi. Tekjustigið verður því svipað og áður hafði verið gert ráð fyrir. Bati fjárfestingar verður hins vegar seinna á ferðinni en talið var í ágúst. Að mestu leyti skýrist það af töf stóriðjufjárfestingar. Önnur atvinnuvegafjárfesting verður mjög takmörkuð um alllangt skeið. Mikil umframframleiðslugeta er í innlendri atvinnustarfsemi, eftir mörg ár mikillar fjárfestingar, t.d. í byggingariðnaði og þjónustustarfsemi af ýmsu tagi, sem mun halda aftur af fjárfestingu á næstu árum. Það sama á við um fjárfestingu í sjávarútvegi. Takmarkað framboð láns- fjár og mikil skuldsetning innlendra fyrirtækja dregur einnig úr vilja til fjárfestingar á meðan þau draga úr skuldsetningu. Útflutningsvöxtur verður meiri vegna lægra gengis og hraðari endurbata alþjóðlegra við- skipta. Á móti kemur hins vegar minni samdráttur innflutnings. Horfur er á að samdráttur landsframleiðslu verði nokkru minni á þessu ári en spáð var í ágúst en svipaður á næsta ári. Hagvöxtur árið 2011 verður hins vegar meiri og eru horfur á allnokkrum hagvexti árið 2012. Batinn er talinn hefjast á fyrsta fjórðungi næsta árs, þegar árstíðarleiðréttur ársfjórðungslegur hagvöxtur verður jákvæður á ný. Að sama skapi er útlit fyrir að atvinnuleysi verði minna en spáð var í ágúst. Það mun þó halda áfram að aukast fram á næsta ár. Nú er talið að atvinnuleysi nái hámarki í rúmlega 10% snemma á næsta ári, sem er u.þ.b. einni prósentu minna en í síðustu spá. Áfram útlit fyrir hraða hjöðnun verðbólgu Vaxandi slaki í þjóðarbúskapnum dregur úr undirliggjandi launa- og verðbólguþrýstingi. Áhrif samdráttar eftirspurnar verða þó minni en ætla má við fyrstu sýn, því framleiðslugeta tapast við það að fjár- magnsstofninn dregst saman og jafnvægisatvinnuleysi rís tímabundið í kjölfar fjármálakreppunnar. Útlit er hins vegar fyrir að framleiðsluslak- inn verði minni og hverfi fyrr en spáð var í ágúst, í samræmi við betri hagvaxtarhorfur. Hins vegar er útlit fyrir að gengi krónunnar verði heldur lægra en þá var spáð, eða nálægt 180 kr. gagnvart evru fram eftir næsta ári, en um 168 kr. gagnvart evru í lok spátímans, u.þ.b. 8% hærra en um þessar mundir. Horfur eru á að verðbólga leiðrétt fyrir áhrifum óbeinna skatta hjaðni hægar og verði að jafnaði nokkru meiri á næsta ári en spáð var í ágúst. Gætir þar áhrifa lægra gengis og minni samdráttar eftirspurnar, eins og áður var nefnt. Verðbólga án skattaáhrifa verður eigi að síður við markmið á seinni hluta næsta árs og tímabundið undir verðbólgu- markmiðinu. Ekki er útilokað að skammvinn verðhjöðnun geti orðið á fyrri hluta árs 2011 haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt. Undirliggjandi verðbólga verður hins vegar aftur við markmið í lok spátímans. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-14 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2009/3 % af framleiðslugetu PM 2009/4 PM 2009/3 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 201220112010200920082007 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd I-15 Atvinnuleysi - samanburður við PM 2009/3 % af mannafla PM 2009/4 PM 2009/3 0 2 4 6 8 10 12 20112010200920082007 2012 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-13 Hagvöxtur - samanburður við PM 2009/3 % PM 2009/4 PM 2009/3 -15 -10 -5 0 5 10 201220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.