Peningamál - 01.11.2009, Side 38

Peningamál - 01.11.2009, Side 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 38 VI Vinnumarkaður og launaþróun Efnahagssamdrátturinn hefur sett mark sitt á vinnumarkaðinn. Atvinnuleysi að teknu tilliti til árstíðar eykst enn, þótt mælt atvinnuleysi hafi lækkað, dregið hafi úr atvinnuþátttöku, vinnutími styst og brott- flutningur aukist. Samkvæmt spá Seðlabankans hefur atvinnuleysi ekki enn náð hámarki, enda bendir flest til þess að enn muni draga úr eftirspurn eftir vinnuafli á næstu misserum. Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar er hins vegar töluverður. Atvinnuleysi eykst því minna en ella. Umsamdar launahækkanir hafa og munu áfram vega salt við launalækkanir sem gripið er til í fyrirtækjum til að lækka kostnað þar til að nýir kjarasamningar verða gerðir. Launakostnaður á framleidda einingu eykst nokkuð á þessu ári vegna minnkandi framleiðni og hækkunar tryggingagjalds þó nafnlaun hækki minna en undanfarin ár. Spáð er hægum vexti launakostnaðar á framleidda einingu á árunum 2010-2012, þar sem aukin framleiðni vegur á móti nafnlaunahækk- unum í kjölfar nýrra kjarasamninga. Atvinnuleysi minna en spáð var Skráð atvinnuleysi mældist 7,2% í september og hefur lækkað stöð- ugt frá því að það náði hámarki í apríl þegar það var 9,1%. Að teknu tilliti til árstíðar hefur atvinnuleysi hins vegar aukist jafnt og þétt und- angengið ár og var 9,4% í september. Þróun atvinnuleysis frá því að Vinnumálastofnun jók eftirlit með atvinnuleysisskráningu í apríl bendir til þess að atvinnuleysi hafi í raun aldrei orðið jafn hátt og það var skráð í byrjun árs. Einnig má gera ráð fyrir að atvinnuleysi sé um ½-1 prósentu meira í þessari niðursveiflu en á fyrri samdráttarskeiðum, vegna möguleika starfsfólks og sjálfstætt starfandi til að sækja um atvinnuleysisbætur á móti hlutastarfi. Spá Seðlabankans frá því í ágúst var byggð á þeim tölum sem þá lágu fyrir og var þar gert ráð fyrir töluvert meira atvinnuleysi á þriðja fjórðungi ársins en varð raunin, eða 9% í stað 7,6%. Fleiri fyrirtæki hyggjast fækka starfsfólki en fjölga … Væntingar almennings um atvinnuástandið hafa heldur glæðst í lok sumars samkvæmt væntingavísitölu Gallup þótt enn gæti mikillar svartsýni. Samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í september meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins hafa væntingar þeirra einnig glæðst, einkum þeirra sem selja vörur sínar og þjónustu til útlanda. Færri fyrirtæki vilja fækka starfsmönnum nú en í sambærilegri könnun í maí og fleiri hyggjast fjölga starfsmönnum. Niðurstöður könnunarinnar benda þó til að vinnumarkaðurinn eigi enn eftir að veikjast nokkuð, því fleiri fyrirtæki vilja fækka starfs- fólki næstu sex mánuði en fjölga þeim. Tæpur fjórðungur fyrirtækjanna hyggst fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum en um fimmtungur vill fjölga starfsmönnum. … en þriðjungur sjávarútvegsfyrirtækja vill fjölga starfsmönnum Í nánast öllum atvinnugreinum vilja fleiri fyrirtæki fjölga starfsmönn- um nú en í maí og færri fyrirtæki fækka starfsmönnum. Í ljósi lágs raungengis kemur ekki á óvart að mest breyting á ráðningaráformum Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-1 Atvinnuleysi janúar 2008 - september 2009 Breyting á atvinnuleysi (h. ás) Atvinnuleysi m.v. fullar bætur (v. ás) Atvinnuleysi (v. ás) Prósentur% af mannafla -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 20092008 Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-2 Fyrirtæki sem hyggja á starfsmannabreytingar á næstu 6 mánuðum Fyrirtæki sem vilja fjölga starfsmönnum, september Fyrirtæki sem vilja fjölga starfsmönnum, maí Fyrirtæki sem vilja fækka starfsmönnum, maí Fyrirtæki sem vilja fækka starfsmönnum, september Hlutfall fyrirtækja -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 Ö ll fy rir tæ ki V er sl un Sj áv ar út ve gu r Sa m g. , fl ut ni ng ar o g fe rð aþ jó nu st a By gg in ga - st ar fs em i o g ve itu r Fj ár m ál a- o g tr yg gi ng a- st ar fs em i Ý m is s ér hæ fð þ jó nu st a H öf uð bo rg La nd sb yg gð Se lja v ör ur t il út la nd a Ið na ðu r og fr am le ið sl a Se lja e kk i v ör ur t il út la nd a Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-3 Hlutfall fyrirtækja sem telja starfsfólk skorta eða nægt framboð vera á starfsfólki % Nægt framboð starfsfólks Skortur á starfsfólki 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 2009200820072006

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.