Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 46

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 46
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 46 Horfur eru á verulegum afgangi á vöru- og þjónustujöfnuði á seinni hluta ársins, því gert er ráð fyrir því að áfram dragi úr innlendri eftirspurn og innflutningi og að útflutningsverðmæti verði töluvert meira en á fyrri hluta ársins, sökum hærra útflutningsverðs og aukinna tekna af ferðamennsku. Á móti kemur verulegur halli á þáttatekjujöfn- uði. Fyrir árið í heild er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn samkvæmt opinberu uppgjöri nemi 207 ma.kr. eða 14% af vergri landsframleiðslu en einungis 15 ma.kr. eða sem nemur um 1% af vergri landsfram- leiðslu sé leiðrétt fyrir áhrifum ,,gömlu” bankanna og áföllnum (en ógreiddum) vöxtum af skuldum innlendra dótturfélaga til erlendra móð urfélaga. Áhrif ógreiddra vaxta, sérstaklega vegna „gömlu” bank anna, eru því mikil. Áframhaldandi halli á viðskiptajöfnuði samkvæmt opinberum tölum en undirliggjandi halli snýst í afgang strax á næsta ári Eins og áður hefur verið rakið er arður og endurfjárfestur hagnaður orðinn hlutfallslega mjög lítill bæði vegna bankahrunsins og einnig sökum breyttrar aðferðafræði. Þessar tekjur og gjöld munu því líklega ekki hafa veruleg áhrif á niðurstöðu jafnaðarins. Vaxtatekjur og -gjöld, sem nú eru stærstu liðir þáttatekjujafnaðarins, munu því ráða mestu um þróun hans. Gert er ráð fyrir að viðskiptahallinn minnki töluvert á næsta ári og nemi um 10% af landsframleiðslu og að hann haldi áfram að minnka út spátímabilið. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður, þ.e. án „gömlu” bankanna og hreinna vaxtagjalda, þar sem upplýsingar skortir, snýst hins vegar í afgang strax á næsta ári sem nemur um 2% af vergri landsframleiðslu. Viðskiptaafgangur heldur áfram að aukast og verður kominn í 4½% af landsframleiðslu árið 2012. Þetta er svipuð spá og birt var í Peningamálum í ágúst en þá voru „gömlu” bankarnir og hrein vaxtagjöld ekki talin með þar sem upplýsingar skortir um tekjur á móti. Opinberar tölur um erlendar skuldir þjóðarbúsins gefa ekki rétta mynd af sjálfbærni þeirra Eins og rætt var um í rammagrein VII-1 í Peningamálum 2009/2 hefur hrein erlend staða þjóðarbúsins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu versnað mikið á undanförnum árum. Ljóst er að hrein staða hins opinbera hefur versnað mikið vegna hrunsins, en meiri óvissa er um hreina stöðu einkaaðila og þar með þjóðarbúsins í heild. Af ofangreindu er hins vegar ljóst að varasamt er að draga miklar ályktanir um sjálfbærni skuldastöðu þess af opinberum gögnum um erlenda stöðu þjóðarbúsins. Þar er m.a. talin skuld milli innlendra dótt- urfélaga og erlendra móðurfélaga sem nemur um 70% af landsfram- leiðslu. Lendi dótturfélag í fjárhagsvandræðum vegna slíkrar skuldar fellur hún á móðurfélagið og e.t.v. þá erlendu banka sem veittu móðurfélaginu lán. Það er fyrst og fremst vandi viðkomandi banka og móðurfélagsins, ekki þjóðarbúsins, nema að því marki sem innlenda fyrirtækið á innlendar eignir sem það gæti selt og keypt gjaldeyri til uppgjörs á skuldinni. Mynd VII-5 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 Árlegar tölur 2000-2012 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru-og þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður Viðskiptajöfnuður -45 -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd VII-6 Viðskiptajöfnuður Árlegar tölur 2008-2012 % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður Viðskiptajöfnuður 1 -45 -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20122011201020092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.