Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 42 árslækkun kaupmáttar um 8%. Við framlengingu kjarasamninga fór verkalýðshreyfingin ekki fram á að kaupmáttartap yrði bætt. Því gæti orðið nokkur þrýstingur á launahækkanir við gerð næstu kjarasamninga þótt líklegt sé að slakinn á vinnumarkaði muni vega á móti þeim kröfum. Helsti áhættuþátturinn er að góð afkoma útflutningsfyrirtækja ýti undir launahækkanir þar og að þær smitist áfram yfir í aðrar greinar. Launakostnaður mun hækka nokkuð meginhluta spátímans Frá því að samdráttarskeiðið hófst hefur framleiðni minnkað hratt þrátt fyrir snarpan samdrátt heildarvinnustunda því framleiðslugeta hefur dregist meira saman. Þetta eru hefðbundin viðbrögð við efnahagssamdrætti. Fyrirtæki draga hægar úr vinnumagni en nemur samdrætti eftirspurnar. Samdráttur framleiðni að undanförnu hefur hins vegar verið bæði hraðari og dýpri en á fyrri samdráttarskeiðum. Samkvæmt spánni mun framleiðni dragast saman í sex ársfjórðunga áður en hún fer að aukast á ný þegar líða tekur á árið og vinnumagn hefur betur aðlagast að framleiðsluþörf. Framleiðni mun síðan aukast eftir því sem líður á spátímann og er framleiðnivöxtur nálægt leitni við lok spátímans. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að hluti vinnuaflsins hverfi af vinnumarkaði er spáð það miklu atvinnuleysi að launaskriði verði að mestu haldið í skefjum. Nafnlaunahækkanir á næsta ári verða því óvenju litlar en aukast nokkuð á seinni hluta spátímabilsins í kjölfar nýrra kjarasamninga við lok næsta árs. Eins og fram kemur á mynd VI-9 eykst launakostnaður á fram- leidda einingu nokkuð á þessu ári þótt dragi úr nafnlaunahækkunum þar sem framleiðni minnkar um tæplega 2% og annar launakostnaður eykst vegna hækkunar tryggingagjalds. Verulega dregur hins vegar úr vexti launakostnaðar á næsta ári þar sem nafnlaunahækkanir eru litlar og framleiðni er aftur farin að aukast. Nafnlaun aukast síðan á árinu 2011 í kjölfar nýrra kjarasamninga en aukin framleiðni mun vega þar nokkuð á móti þannig að vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu verður svipaður á árunum 2010-2012, um 3%. Atvinna og atvinnuþátttaka dragast saman á spátímanum Gert er ráð fyrir að atvinnuþátttaka aldurshópsins 16 til 64 ára haldi áfram að dragast saman allt spátímabilið og verði 3½ prósentu minni á árinu 2012 en í fyrra. Hlutfall starfandi fólks af mannfjölda á aldr- inum 16-64 ára lækkar töluvert meira en atvinnuþátttakan enda atvinnuleysi töluvert. Í ár er áætlað að þetta hlutfall verði tæplega 6 prósentum lægra en í fyrra og 8½ prósentu lægra en á árinu 2011. Hlutfallið tekur síðan að hækka aftur í takt við aukna atvinnu og minnkandi atvinnuleysi á árinu 2012. Bæði atvinnuþátttaka og hlut- fall starfandi fólks lækkar því töluvert meira en á samdráttarskeiðinu í byrjun síðasta áratugar. Atvinnuleysi hefur enn ekki náð hámarki Endurskipulagning vinnumarkaðarins heldur áfram. Atvinnuleysi er mjög mikið í sögulegu samhengi og á enn eftir að aukast á næstu misserum í samræmi við nýlegar kannanir á áformum fyrirtækja og 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-10 Atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi 1990-20121 % af mannafla 16-64 ára Hlutfall starfandi Atvinnuþátttaka 68 70 72 74 76 78 80 82 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-9 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 1996-20121 Breyting frá fyrra ári (%) -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96 Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Undirliggjandi framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu 1. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2009 - 4. ársfj. 2012. Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-11 Atvinnuleysi 1. ársfj. 1990 - 4. ársfj. 20121 % af mannafla PM 2009/4 PM 2009/3 Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 ‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.