Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 26 ... en greiðslubyrði heimila lækkar tímabundið … Á móti kemur að greiðslubyrði heimila mun lækka tímabundið eftir gildistöku laga um aðgerðir í þágu heimila. Greiðslubyrði verðtryggðra lána verður færð aftur til ársbyrjunar 2008 og gengisbundinna lána aftur til maímánaðar árið 2008. Í framhaldinu munu greiðslur vaxta og afborgana þróast í takt við svokallaða greiðslujöfnunarvísitölu sem tekur tillit til almennrar launaþróunar leiðréttu fyrir atvinnustigi. Markmiðið er að gera skuldsettum heimilum kleift að jafna greiðslu- byrði yfir hagsveifluna, þ.e. að draga úr henni meðan á efnahagserfið- leikarnir eru sem mestir en greiða lán upp hraðar þegar atvinna eykst á ný og laun hækka. … og endurskipulagning á fjárhag fyrirtækja er fyrirsjáanleg Greiðslubyrði fyrirtækja hefur þyngst á undanförnum mánuðum, einkum vegna lækkunar á gengi krónunnar. Um 70% lána til fyrir- tækja eru gengisbundin. Miðað við útflutningstekjur er um töluverða óvarða gengisáhættu að ræða, en sú áhætta er þó eitthvað minni ef eignarhaldsfélögin eru talin frá.9 Greiðslubyrði slíkra lána þrengir að fjárhag margra fyrirtækja sem þurfa að mæta samdrætti eftirspurnar og hækkandi kostnaði. Þrátt fyrir þessar aðstæður telja forsvarsmenn 38% fyrirtækja að hagnaður sem hlutfall af veltu muni verða meiri á þessu ári en í fyrra.10 Lán til fyrirtækja eru að jafnaði veitt til mun skemmri tíma en lán til heimila. U.þ.b. 70% útlána eru á gjalddaga á næstu fjórum árum og rúmlega fjórðungur þeirra er með skemmri líftíma en eitt ár. Í ljósi breytinga á efnahagshorfum er því fyrirsjáanlegt að á næstu mán- uðum verður endurfjármögnunarþörf fyrirtækja veruleg. Mörg þeirra munu því lenda í vanda, enda líklegt að virði veða hafi rýrnað veru- lega. Því er líklegt að efnahagur fyrirtækja verði endurskipulagður á næstu misserum. Nauðsynlegt er að bankarnir verði fyllilega starfhæfir sem fyrst til þess að geta tekið á vanda þessara fyrirtækja. Fjórðungur fyrirtækja er með lán í vanskilum.11 Ekki er útilokað að í þeim tölum felist vanmat á umfangi vandans, því þriðjungur lána til fyrirtækja er í formi kúlulána, sem alla jafna birtast ekki í gögnum um vanskil fyrr en á gjalddaga. 9. Eins og fjallað er um í kafla IV eru einungis um 44% fyrirtækja með gengisbundin lán þótt stór hluti útlána til fyrirtækja sé gengisbundinn. 10. Byggt á könnun Capacent Gallup í september 2009. 11. Byggt á könnun Seðlabankans 30. júní 2009 þar sem fengnar voru upplýsingar um lán til fyrirtækja hjá viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum. Nánar er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í kafla 2.2 í Fjármálastöðugleika 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.