Peningamál - 01.11.2009, Side 26

Peningamál - 01.11.2009, Side 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 26 ... en greiðslubyrði heimila lækkar tímabundið … Á móti kemur að greiðslubyrði heimila mun lækka tímabundið eftir gildistöku laga um aðgerðir í þágu heimila. Greiðslubyrði verðtryggðra lána verður færð aftur til ársbyrjunar 2008 og gengisbundinna lána aftur til maímánaðar árið 2008. Í framhaldinu munu greiðslur vaxta og afborgana þróast í takt við svokallaða greiðslujöfnunarvísitölu sem tekur tillit til almennrar launaþróunar leiðréttu fyrir atvinnustigi. Markmiðið er að gera skuldsettum heimilum kleift að jafna greiðslu- byrði yfir hagsveifluna, þ.e. að draga úr henni meðan á efnahagserfið- leikarnir eru sem mestir en greiða lán upp hraðar þegar atvinna eykst á ný og laun hækka. … og endurskipulagning á fjárhag fyrirtækja er fyrirsjáanleg Greiðslubyrði fyrirtækja hefur þyngst á undanförnum mánuðum, einkum vegna lækkunar á gengi krónunnar. Um 70% lána til fyrir- tækja eru gengisbundin. Miðað við útflutningstekjur er um töluverða óvarða gengisáhættu að ræða, en sú áhætta er þó eitthvað minni ef eignarhaldsfélögin eru talin frá.9 Greiðslubyrði slíkra lána þrengir að fjárhag margra fyrirtækja sem þurfa að mæta samdrætti eftirspurnar og hækkandi kostnaði. Þrátt fyrir þessar aðstæður telja forsvarsmenn 38% fyrirtækja að hagnaður sem hlutfall af veltu muni verða meiri á þessu ári en í fyrra.10 Lán til fyrirtækja eru að jafnaði veitt til mun skemmri tíma en lán til heimila. U.þ.b. 70% útlána eru á gjalddaga á næstu fjórum árum og rúmlega fjórðungur þeirra er með skemmri líftíma en eitt ár. Í ljósi breytinga á efnahagshorfum er því fyrirsjáanlegt að á næstu mán- uðum verður endurfjármögnunarþörf fyrirtækja veruleg. Mörg þeirra munu því lenda í vanda, enda líklegt að virði veða hafi rýrnað veru- lega. Því er líklegt að efnahagur fyrirtækja verði endurskipulagður á næstu misserum. Nauðsynlegt er að bankarnir verði fyllilega starfhæfir sem fyrst til þess að geta tekið á vanda þessara fyrirtækja. Fjórðungur fyrirtækja er með lán í vanskilum.11 Ekki er útilokað að í þeim tölum felist vanmat á umfangi vandans, því þriðjungur lána til fyrirtækja er í formi kúlulána, sem alla jafna birtast ekki í gögnum um vanskil fyrr en á gjalddaga. 9. Eins og fjallað er um í kafla IV eru einungis um 44% fyrirtækja með gengisbundin lán þótt stór hluti útlána til fyrirtækja sé gengisbundinn. 10. Byggt á könnun Capacent Gallup í september 2009. 11. Byggt á könnun Seðlabankans 30. júní 2009 þar sem fengnar voru upplýsingar um lán til fyrirtækja hjá viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum. Nánar er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í kafla 2.2 í Fjármálastöðugleika 2009.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.