Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 48 markaðsvöru (e. non-tradable goods), á borð við almenna þjónustu, innlendar vörur og húsnæði, endurspegli betur þann slaka sem er í þjóðarbúskapnum en flestir aðrir undirliðir. Verðþróun þessara undir- liða hefur verið á þá leið að húsnæðisliður vísitölunnar hefur lækkað á milli ára en almenn þjónusta og innlendar vörur hafa hins vegar hækkað umtalsvert. Þannig mátti rekja tæplega þriðjung hækkunar vísitölunnar í október til þróunar verðs almennrar þjónustu og inn- lendrar vöru án búvöru og grænmetis og er það svipað og verið hefur undanfarna mánuði. Í ljósi mikils slaka á bæði vöru- og vinnumarkaði hlýtur þessi þróun að vera áhyggjuefni. Samdráttur eftirspurnar virðist því ekki hafa dugað til að koma í veg fyrir að áhrif gengislækkunar hafi smitast út í verð heimavöru. Á sama tíma hafa liðir sem mæla að mestu verð á innfluttum neysluvörum og vörum sem eiga í samkeppni þvert á markaðssvæði (e. tradable goods) hækkað mikið. Þetta endurspeglar mikil áhrif gengislækkunar og höfðu innfluttar vörur hækkað um 17,6% frá fyrra ári í október. Lækkun gengis krónunnar gerir það að verkum að áhrif alþjóðlegu efnahagskreppunnar og verðlækkana á hrávöru og olíu koma ekki með eins skýrum hætti fram í innlendri verðbólgu eins og sést hefur í alþjóðlegri verðbólguþróun. Eins og rakið er í kafla II hefur verðbólga minnkað mikið í flestum viðskiptalöndum Íslands og víða er verðhjöðnun sem spár alþjóðastofnana gera ráð fyrir að muni vara fram á næsta ár. Verðbólguvæntingar hafa aukist Væntingar um verðbólgu hafa sveiflast nokkuð frá hruni bankanna og falli gengis krónunnar. Þær hafa frekar aukist að undanförnu sem er auðvitað áhyggjuefni, sérstaklega ef ekki verður viðsnúningur í því efni á næstu mánuðum. Í könnun Capacent Gallup á verðbólguvænt- ingum meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, sem framkvæmd var í september sl., kemur fram að þau búast að jafnaði við um 4% verðbólgu á næstu tólf mánuðum, miðað við miðgildi svara, og að ársverðbólga verði á svipuðum slóðum að tveimur árum liðnum eða um 4%. Þetta er töluverð breyting frá síðustu tveimur könnunum á undan, en þá bjuggust fyrirtækin við umtalsvert minni verðbólgu á næstu 1-2 árum. Líklegt er að þessi breyting endurspegli að einhverju leyti væntingar um veikari krónu. Þetta kemur fram í því að í mars sl. bjuggust tæplega ¾ af stærstu fyrirtækjunum við því að krónan myndi styrkjast en um helmingur í september.1 Í annarri könnun Capacent Gallup frá september sl. voru verðbólguvæntingar heimila til eins og tveggja ára mældar. Þar kemur fram að heimilin búast að jafnaði við 10% verðbólgu að ári liðnu, miðað við miðgildi svara, og 6% árs- verðbólgu að tveimur árum liðnum. Væntingarnar til tólf mánaða eru óbreyttar frá síðustu könnun sem framkvæmd var í júní en til tveggja ára eru væntingarnar rúmri prósentu lægri en í könnuninni á undan. Því virðast heimilin búast við umtalsvert hægari hjöðnun verðbólgunn- ar en fyrirtækin. Hins vegar má hafa í huga að verðbólguvæntingar heimila, sérstaklega til eins árs, virðast litast mjög af verðbólgustigi þess tíma þegar könnunin er gerð. 1. Á tímabilinu þegar fyrri könnunin var framkvæmd var gengisvísitalan að jafnaði um 190 stig en um 234 stig á tímabilinu þegar seinni könnunin var framkvæmd. Prósentur Mynd VIII-4 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag innlendrar vöru og almennrar þjónustu til árshækkunar vísitölu neysluverðs Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Launakostnaður á framleidda einingu (h. ás) Innlendir liðir (v. ás) Breyting milli ára (%) 0 1 2 3 4 5 0 4 8 12 16 20 200920082007200620052004 Mynd VIII-5 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - október 2009 80 100 120 140 160 180 200 220 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Vísitala, mars 1997=100 Heimild: Hagstofa Íslands. Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning Nýir bílar og varahlutir Vísitala neysluverðs Innfluttar mat- og drykkjarvörur Mynd VIII-6 Verðbólga á Íslandi og í Evrópu Samræmd vísitala neysluverðs1 12 mánaða breyting (%) Ísland EES Evrusvæðið 1. Um neysluverðsvísitölu er að ræða fyrir Sviss. Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.