Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 60

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 60
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 60 Hinn 10. júlí samþykkti Alþingi lög nr. 73/2009 um breytingar á lögum um gjaldeyrismál. Breytingarnar styrktu rannsóknarheimildir Fjármála- eftirlitsins og kváðu á um refsingar fyrir milligöngu um gjaldeyrisvið- skipti án tilskilinnar heimildar. Hinn 10. júlí samþykkti Alþingi lög nr. 76/2009 um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Með lögunum voru gerðar breytingar á lagaum- hverfi sparisjóða. Var m.a. kveðið skýrar á en áður um félagsform þeirra, heimildir til hlutafélagavæðingar voru afnumdar, reglur um arðgreiðslur einfaldaðar og þrengdar og reglur settar um breytingar á stofnfé. Hinn 16. júlí samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um að- ild að Evrópusambandinu. Sama dag sendi forsætisráðherra f.h. ríkis- stjórnarinnar aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Hinn 20. júlí tilkynnti fjármálaráðuneytið að samkomulag hefði náðst við skilanefndir bankanna þriggja; Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands um fjármögnun og uppgjör eigna. Samkomulagið fól í sér að skilanefndir Glitnis og Kaupþings ættu möguleika á að eignast meiri- hluta hlutafjár í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi en í tilviki Landsbank- ans sneri samkomulagið að fyrirkomulagi áframhaldandi samningavið- ræðna. Allir samningar voru gerðir með fyrirvara um lokaákvarðanir skilanefndanna sem yrðu teknar að loknu samráði við kröfuhafa. Einnig er fyrirvari um samþykki Fjármálaeftirlitsins sem skera þarf úr um hvort það sem gert er samrýmist kröfum um fjármögnun, styrk bankanna og stöðu eigenda á hverjum tíma. Ágúst Hinn 5. ágúst kynnti Seðlabankinn áætlun um afl éttingu gjaldeyris- hafta í áföngum. Í fyrsta áfanga yrði losað um innstreymi lánsfjár og fjárfestingar. Eignum sem þannig kæmu inn í landið yrði tryggð heimild til brottfl utnings með skráningu hjá Seðlabankanum. Í seinni áföngum yrði hömlum létt af útstreymi fjár, fyrst af langtímaskuldbindingum en seinna af eignum til skemmri tíma. Hinn 11. ágúst var á Alþingi kjörið nýtt bankaráð að viðhafðri hlut- fallskosningu, skv. 26. gr. laga nr. 36 frá 22. maí 2001, um Seðla- banka Íslands. Aðalmenn voru kosnir: Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar Arn- alds, Ágúst Einarsson, Hildur Traustadóttir, Ragnar Árnason, Magnús Árni Skúlason og Katrín Olga Jóhannesdóttir. Varamenn voru kosnir: Margrét Kristmannsdóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Björn Herbert Guðbjörnsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Birgir Þór Runólfs- son, Ingibjörg Ingadóttir og Friðrik Már Baldursson. Á fyrsta fundi bankaráðsins var Lára Júlíusdóttir kjörinn formaður og Ragnar Arnalds varaformaður. Daniel Gros var kosinn til að taka sæti Magnúsar Árna Skúlasonar hinn 15. október 2009. Hinn 11. ágúst samþykkti Alþingi lög nr. 88/2009 um bankasýslu ríkis- ins, ríkisstofnun sem ætlað er að fara með hlut ríkisins í fjármálafyrir- tækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.