Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
15
fyrir að enn vanti töluvert á að hlutabréfamarkaðir komist í fyrra
horf benda þessar miklu hækkanir til aukinnar bjartsýni um hag
fyrir tækja. Húsnæðismarkaðir virðast einnig hafa náð botni víðast
hvar. Húsnæðisverð er tekið að hækka í nokkrum löndum eftir mikla
lækkun í kjölfar erfiðleika á bandarískum húsnæðismarkaði upp úr
miðju ári 2007, sem dýpkaði efnahagslægðina. Könnun sem The
Economist gerði á húsnæðisverði í sextán löndum sýnir að verð hækk-
aði á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í helmingi landanna, t.d. í
Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð. Að auki hefur hægt á verðlækk-
un í flestum löndum þar sem verð er enn að lækka.
… og olíu- og hrávöruverð tekur við sér
Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir því að olíuverð myndi lækka
um 38% á þessu ári og stendur sú spá nær óbreytt. Þótt olíuverð hafi
verið umtalsvert lægra það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, hefur
það hækkað jafnt og þétt á árinu. Stóran hluta hækkunarinnar má
rekja til lækkunar á gengi Bandaríkjadals gagnvart helstu viðskipta-
gjaldmiðlum.
Í spám Seðlabankans er tekið mið af framvirku verði annars
vegar og verðspám helstu greiningaraðila hins vegar. Samkvæmt þess-
um spám mun verð hráolíu hækka um 22% á milli 2009 og 2010. Á
árunum 2010-2012 eru horfur á áframhaldandi hækkunum í kjölfar
aukinnar olíueftirspurnar í heiminum.
Þrátt fyrir að efnahagsbati sé ekki hafinn af fullum krafti hefur
hrávöruverð hækkað um fjórðung á þessu ári, eftir snarpa lækkun á
síðasta ári. Verð matvæla hefur hækkað töluvert minna. Efnahagsbati
í nýmarkaðsríkjum Asíu og þróunarríkjum hefur leitt til aukinnar eftir-
spurnar eftir hrávörum. Hvort þessi verðþróun heldur áfram mun
ráðast af því hversu hratt og vel heimshagvöxtur tekur við sér.
Hratt hefur dregið úr verðbólgu
Hækkun á verði á olíu og hrávöru hefur verið mikilvægur drifkraftur
alþjóðlegrar verðbólgu undanfarin ár, en verðlækkun í kjölfar fjármála-
kreppunnar hefur leitt til þess að verðbólga hefur hjaðnað víðast hvar.
Þótt verðlag hafi hækkað á ný gætir enn grunnáhrifa fyrri verðhækk-
unar á olíu og hrávöru, sérstaklega undir lok árs 2008. Verðhjöðnun
hefur því mælst í mörgum löndum, þótt kjarnaverðbólga hafi lítið
breyst. Efnahagssamdrátturinn hefur einnig dregið úr verðbólguþrýst-
ingi. Því er útlit fyrir að verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands
verði lítil sem engin á næstu misserum. Í Noregi, þar sem efnahags-
samdráttur hefur verið minni en víðast hvar, gætir þó vaxandi eftir-
spurnarþrýstings.
Verðhjöðnun hefur mælst í Bandaríkjunum síðan í mars sl. og
nam hún 1,3% í september. Spáð er að verðlag lækki um 0,5% að
meðaltali á árinu í heild. Yrði það fyrsta ársverðhjöðnun í meira en
hálfa öld þar í landi. Á evrusvæðinu hófst verðhjöðnunarskeið í júní
og mældist ársverðbólgan -0,3% í september, en gert er ráð fyrir að
verðbólga verði rétt yfir núlli fyrir árið í heild. Í Japan hefur verið verð-
hjöðnun allt þetta ár og hefur hún ágerst eftir því sem liðið hefur á
árið. Horfur eru á að hún muni vara um nokkurt skeið. Bretland er eitt
fárra iðnríkja þar sem ekki hefur verið verðhjöðnun, enda hefur gengi
Heimild: Reuters EcoWin.
Mynd II-4
Þróun á hlutabréfamörkuðum
Daglegar tölur 2. janúar 2006 - 20. október 2009
Vísitala, 1. jan. 2000 = 100
Norðurlönd (MSCI)
Evrusvæðið (MSCI)
Nýmarkaðsríki (MSCI)
Heimsverð (MSCI)
40
60
80
100
120
140
160
180
2009200820072006
Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands.
Vísitala, meðaltal 2000 = 100
Mynd II-5
Heimsmarkaðsverð olíu
1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012
Heimsmarkaðsverð á hráolíu
PM 2009/4
PM 2009/3
0
100
200
300
400
500
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
1. Verð á hrávörum án olíu í USD.
Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands.
Vísitala, meðaltal 2000 = 100
Mynd II-6
Heimsmarkaðsverð á hrávörum1
1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2012
Heimsmarkaðsverð á hrávörum
PM 2009/4
PM 2009/3
0
50
100
150
200
250
300
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03