Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 18
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
18
aðföngum til stóriðju á innflutningshlið. Þannig var verðhækkun olíu
og hrávöru helsta orsök viðskiptakjararýrnunar árið 2008 en mikil
lækkun álverðs vegur þyngst í rúmlega 7% viðskiptakjararýrnun á
þessu ári. Á næsta ári er því hins vegar spáð að viðskiptakjör batni um
5%, að mestu vegna ríflega fimmtungs hækkunar álverðs. Lítilsháttar
bati viðskiptakjara árið 2011 skýrist að mestu leyti af væntri hækkun
álverðs á því ári.
Lágt raungengi bætir samkeppnisstöðu útflutnings- og
samkeppnisgreina …
Raungengi hefur haldið áfram að lækka á þessu ári og er nú um 30%
lægra en meðaltal síðustu tíu og tuttugu ára. Á þriðja ársfjórðungi
þessa árs var raungengi 2% lægra en spáð var í ágúst og horfur eru á
að það verði 1,5% lægra á árinu í heild.
Afkoma hefðbundinna útflutningsgeira hefur batnað sökum
hagstæðs raungengis. Það kann að skapa forsendur fyrir nýjan
atvinnurekstur sem ekki voru samkeppnisforsendur fyrir þegar gengi
krónunnar var hærra. Að óbreyttu stuðlar þetta að auknum útflutningi
og tilfærslu eftirspurnar frá innfluttum vörum í innlendar vörur.
Framleiðslugeta margra iðnfyrirtækja sem stunda útflutnings-
starfsemi, annarra en álfyrirtækja, er ekki fullnýtt. Því er í sumum
tilvikum auðhlaupið að því að auka útflutningsframleiðslu án verulegs
viðbótarkostnaðar. Í tilvikum þar sem framleiðslugetan er fullnýtt er
erfiðara fyrir fyrirtæki að færa sér lágt raungengi í nyt og auka fram-
leiðslu. Það kann að krefjast verulegrar fjárfestingar sem er torsótt á
meðan aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum er enn takmarkað.
Útflutt lyf, lækningatæki og búnaður til matvælaframleiðslu nema um
5% af vöruútflutningi. Allmikill vöxtur hefur verið í þessum greinum
undanfarin ár, en hátt raungengi hafði veikt samkeppnishæfni þeirra
að því marki að dregið hafði úr framleiðslu hér á landi. Hlutfallsleg
lækkun innlends kostnaðar mun líklega leiða til þess að framleiðsla í
þessum greinum verði aukin á næstu misserum. Erfiðara er hins vegar
að meta hvernig og í hve ríkum mæli lágt raungengi og betri sam-
keppnisstaða hefur áhrif á útflutning ýmisskonar annarrar iðnaðarvöru
en hér hefur verið rætt um. Þó er líklegt að útflutningur aukist á
næsta ári vegna þeirra hagstæðu skilyrða sem framleiðslan býr nú við,
ekki aðeins lágt raungengi heldur einnig aukið framboð vinnuafls og
annarra framleiðsluþátta. Í þessum atvinnugreinum eru því ákveðnir
vaxtar möguleikar.
… en of mikil lækkun raungengis leiðir til óhagkvæmrar notkunar
framleiðsluþátta
Raungengi er nú orðið lægra en líklegt langtíma jafnvægisraungengi,
jafnvel þótt jafnvægisraungengi hafi að öllum líkindum lækkað
tímabundið niður fyrir langtímagildi sitt. Lágt raungengi um alllangt
skeið hefur einkennt önnur lönd sem hafa gengið í gegnum fjár-
málakreppu.3 Líklega er raungengi nú lægra en þörf er á til að styrkja
stöðu samkeppnis- og útflutningsgreina. Lágt gengi krónu gerir inn-
3. Sjá t.d. greinar Ásgeirs Daníelssonar (2009), „QMM: A steady state version”, Seðlabanki
Íslands Working Papers, væntanleg, og Roberts Tchaidze (2007), „Estimating Iceland´s real
equilibrium exchange rate”, IMF Working Papers nr. 07/276.
1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Framlag helstu undirliða til árs-
breytingar viðskiptakjara er fengið með því að vega saman árlega
breytingu viðkomandi undirliðar með vægi hans í út- eða innflutningi
vöru og þjónustu. Liðurinn „annað“ er afgangsliður.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breytingar frá fyrra ári (%)
Mynd II-13
Viðskiptakjör og framlag undirliða
2000-20121
Viðskiptakjör vöru og þjónustu
Sjávarafurðaverð
Álverð
Hrávöruverð
Olíuverð
Annað
-15
-10
-5
0
5
10
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Vísitala, meðaltal 2000 = 100
Mynd II-14
Raungengi
1. ársfj. 2000 - 3. ársfj. 2009
Hlutfallslegur launakostnaður
Hlutfallslegt neysluverð
50
60
70
80
90
100
110
120
‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
1. Grunnspá Seðlabanka Íslands 2009-2012.
2. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands.
Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands.
Vísitala, 1995=100
Mynd II-15
Alþjóðaviðskipti og íslenskur útflutningur
Árlegar tölur 1995-20121
Helstu viðskiptalönd Íslands2
Útflutningur Íslands
90
110
130
150
170
190
210
230
250
‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95