Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
6
námu einungis 3 milljónum evra í septembermánuði, eða rúmlega 6%
af heildarveltu á gjaldeyrismarkaði, og í október átti bankinn ekki nein
viðskipti á gjaldeyrismarkaði fyrr en í þriðju viku mánaðarins þegar
inngrip bankans námu alls 7,5 milljónum evra. Hlutdeild Seðlabankans
í gjaldeyrisviðskiptum á þriðja ársfjórðungi nam tæplega 19% af
heildar veltu samanborið við 36% á öðrum fjórðungi.
Þrýstingur á gengi krónunnar hefur því minnkað og dregið hefur
úr mun á gengi krónu á innlendum markaði og á aflandsmarkaði.
Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir þessari þróun. Aukinn afgangur á
viðskiptum við útlönd ætti að styðja við krónuna og viðskiptakjör hafa
tekið að batna á ný. Dregið hefur úr vaxtagreiðslum til erlendra aðila
og vísbendingar eru um að útflutningstekjur séu að skila sér betur inn
á gjaldeyrismarkaðinn. Að lokum virðist sem aukinnar bjartsýni gæti á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum og að vilji til áhættutöku hafi aukist.
Áhættuálag á innlendar fjáreignir virðist einnig fara minnkandi, saman-
ber áframhaldandi lækkun skuldatryggingarálags á skuldir ríkisins.
Innlendir efnahagsreikningar viðkvæmir fyrir gengissveiflum
Innlend heimili og fyrirtæki eru gríðarlega skuldsett. Skuldir íslenskra
fyrirtækja í árslok 2007 námu rúmlega 300% af landsframleiðslu.
Til samanburðar námu skuldir evrópskra og bandarískra fyrirtækja
70-80% af landsframleiðslu.3 Á sama tíma námu skuldir íslenskra
heimila um 220% af ráðstöfunartekjum þeirra en þær námu tæplega
180% í Bandaríkjunum og rétt yfir 100% á evrusvæðinu.4
Bæði skuldir og eignir innlendra fyrirtækja og heimila jukust
mikið árin fyrir bankahrunið. Efnahagsreikningar þeirra stækkuðu því
gríðarlega og var hlutfall heildareigna heimila af hreinum auði t.d.
orðið um 1,4 árið 2007. Það er töluvert meira en að jafnaði í öðrum
OECD-ríkjum. Íslenskum heimilum var því hætta búin af skyndilegri
lækkun eignaverðs, sem höggva myndi verulegt skarð í hreinan auð
þeirra og kalla fram snarpa aðlögun útgjalda að lægra tekjustigi.5
Hátt hlutfall skulda í erlendum gjaldmiðlum gerði þessa stöðu
erfiðari en ella. Hlutfall gengisbundinna lána hækkaði hratt á síð-
ustu árum og nam um 20% af skuldum heimilanna í árslok 2008.
Samsvarandi hlutfall innlendra fyrirtækja var um 70% í júní sl.
Sveitarfélög tóku einnig lán í erlendum gjaldmiðlum í töluverðum mæli
og var hlutfall skulda þeirra í erlendum gjaldmiðlum orðið um 42% í
árslok 2008.
Vegna mikillar skuldsetningar, gjaldmiðlaáhættu og útbreiddrar
verðtryggingar skaðaði gengislækkun krónunnar efnahag innlendra
aðila mun meira en ella. Haldi gengi krónunnar áfram að lækka
mun skuldsettum heimilum og fyrirtækjum sem ekki geta staðið við
skuldbindingar sínar fjölga og samdráttur einkaneyslu og fjárfestingar
dýpka.
3. Sjá skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2008), Iceland: Request for Stand-By-Arrangement,
nóvember 2008, bls. 9.
4. Sjá skýrslu OECD (2009), OECD Economic Surveys: Iceland, september 2009, bls. 31.
5. Hættan er jafnvel enn meiri en felst í þessum tölum þar sem óvenjustór hluti eigna íslenskra
heimila er bundinn í lífeyrissjóðum sem þau geta ekki gengið að með skömmum fyrirvara.
Sjá skýrslu OECD (2009), OECD Economic Surveys: Iceland, September 2009.
%
Mynd I-2
Gengissveiflur krónunnar
90 daga staðalfrávik daglegra breytinga kr./evru
Daglegar tölur 3. janúar 2001 - 26. október 2009
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0
1
2
3
4
5
200920082007200620052004200320022001
Mynd I-3
Gengi krónu gagnvart evru og inngrip
Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
Desember 2008 - október 2009
Millj.evra
Inngrip á gjaldeyrismarkaði (v. ás)
Gengi krónu gagnvart evru (h. ás)
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
140
145
150
155
160
165
170
175
180
185
20092008
Kr./evra
Punktar
Mynd I-4
Skuldatryggingarálag ríkisins
Daglegar tölur 28. mars 2007 - 3. nóvember 2009
Heimild: Bloomberg.
0
200
400
600
800
1.000
1.200
1.400
1.600
200920082007