Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 9

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 9 nota við samanburð á raunvaxtastigi í Evrópulöndum, en verðbólga samkvæmt þeirri vísitölu mælist nú rúmlega 15%. Enn annar mælikvarði á aðhald peningastefnunnar sem stundum er horft til er mismunur nafnvaxta og nafnvaxtar landsframleiðslunnar. Á öðrum fjórðungi ársins mældist árstíðarleiðréttur ársvöxtur lands- framleiðslunnar frá fjórðungnum á undan rúmlega 12%. Á þriðja fjórðungi ársins eru horfur á um 9% vexti, þ.e. svipuðum vexti og innlánsvextir bankans eru núna. Af ofangreindu má draga þá ályktun að skammtímaraunvextir séu þrátt fyrir allt tiltölulega lágir og líklega lægri en sem nemur hlut- lausum raunvöxtum. Það er auðvitað eðlilegt miðað við núverandi efnahagsaðstæður að skammtímaraunvextir séu töluvert lægri en slíkir hlutlausir vextir vegna þess mikla slaka sem er í þjóðarbúskapnum, en hann dregur verulega úr hættu á þrálátri verðbólgu. Ef ekki kæmi til það tillit sem peningastefnan hefur þurft að taka til lágs gengis krón- unnar þá væru þessir vextir lægri. Til þess að leggja mat á hættu á neikvæðum áhrifum lágra vaxta á gengi krónunnar er einnig gagnlegt að horfa til skammtímavaxta- munar við útlönd. Hann hefur minnkað verulega það sem af er þessu ári og er nú u.þ.b. 8 prósentur. Að teknu tilliti til áhættuálags sem enn er krafist á fjáreignir í íslenskum krónum telst þetta ekki sérlega mikill vaxtamunur. Ef notast er t.d. við skuldatryggingarálag ríkisins sem mælikvarða á áhættuþóknun, er áhættuleiðréttur vaxtamunur rétt um 4 prósentur. Fjármagnshöftin auka hins vegar líkurnar á því að þessi vaxtamunur dugi. Væru þau ekki til staðar er líklegt að vaxta munurinn þyrfti að vera enn meiri. Minni samdráttur það sem af er ári … Vísbendingar eru um að samdráttur í alþjóðlegum efnahagsmálum sé í rénum og að styttra sé í efnahagsbata en áður var talið. Þannig mæld- ist t.d. hagvöxtur í sumum af helstu viðskiptalöndum Íslands þegar á öðrum fjórðungi ársins. Fjöldi leiðandi vísbendinga um einkaneyslu, fjárfestingarútgjöld, væntingar einkaaðila og þróun eigna- og hrá- vöruverðs styðja við þetta mat. Innanlands eru batamerkin veikari og óvissan meiri. Samdrátturinn á fyrri hluta ársins var minni en áður hafði verið spáð og útlit er fyrir að samdrátturinn á árinu í heild verði minni en spáð var í ágúst. Einkaneysla hefur dregist minna saman en áður var talið. Það má líklega rekja til þess að vöxtur ráðstöfunartekna var töluvert meiri á síðasta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Einnig hafa áhrif úttektar viðbótarlífeyrissparnaðar á neysluhegðun verið meiri og atvinnuleysi minna en í fyrri spám. Verðbólga reyndist heldur meiri á þriðja ársfjórðungi en spáð var í ágúst og útlit er fyrir að undirliggjandi verðbólga verði það einnig á síðasta fjórðungi ársins. Meiri verðbólgu má líklega rekja til minni slaka í þjóðarbúskapnum á þessu og síðasta ári en áður var spáð, en gengi krónunnar hefur einnig verið lægra. Vísbendingar eru einnig um að gengislækkunin hafi að einhverju leyti smitast út í verðlag heimavöru sem ætti ekki að verða fyrir beinum gengisáhrifum. Mynd I-10 Skammtímaraunvextir víða um heim Skammtímavextir að frádreginni kjarnaverðbólgu % Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Bandaríkin Evrusvæðið Suður-Ameríka Asía Austur-Evrópa -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 2009200820072006200520042003 1. 3 mánaða millibankavextir. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd I-11 Skammtímavaxtamunur1 Vikulegar tölur 4. janúar 2007 - 3. nóvember 2009 Prósentur Ísland/Evrusvæði Ísland/Bandaríkin Ísland/Bretland Ísland/Sviss Ísland/Japan 6 8 10 12 14 16 18 200920082007 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2009 - 4. ársfj. 2012. Heimildir: Hagstofa íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Hagvöxtur1 % Árlegur hagvöxtur Árstíðarleiðréttur ársfjórðungshagvöxtur á ársgrundvelli -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 201220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.