Peningamál - 01.11.2009, Page 9

Peningamál - 01.11.2009, Page 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 9 nota við samanburð á raunvaxtastigi í Evrópulöndum, en verðbólga samkvæmt þeirri vísitölu mælist nú rúmlega 15%. Enn annar mælikvarði á aðhald peningastefnunnar sem stundum er horft til er mismunur nafnvaxta og nafnvaxtar landsframleiðslunnar. Á öðrum fjórðungi ársins mældist árstíðarleiðréttur ársvöxtur lands- framleiðslunnar frá fjórðungnum á undan rúmlega 12%. Á þriðja fjórðungi ársins eru horfur á um 9% vexti, þ.e. svipuðum vexti og innlánsvextir bankans eru núna. Af ofangreindu má draga þá ályktun að skammtímaraunvextir séu þrátt fyrir allt tiltölulega lágir og líklega lægri en sem nemur hlut- lausum raunvöxtum. Það er auðvitað eðlilegt miðað við núverandi efnahagsaðstæður að skammtímaraunvextir séu töluvert lægri en slíkir hlutlausir vextir vegna þess mikla slaka sem er í þjóðarbúskapnum, en hann dregur verulega úr hættu á þrálátri verðbólgu. Ef ekki kæmi til það tillit sem peningastefnan hefur þurft að taka til lágs gengis krón- unnar þá væru þessir vextir lægri. Til þess að leggja mat á hættu á neikvæðum áhrifum lágra vaxta á gengi krónunnar er einnig gagnlegt að horfa til skammtímavaxta- munar við útlönd. Hann hefur minnkað verulega það sem af er þessu ári og er nú u.þ.b. 8 prósentur. Að teknu tilliti til áhættuálags sem enn er krafist á fjáreignir í íslenskum krónum telst þetta ekki sérlega mikill vaxtamunur. Ef notast er t.d. við skuldatryggingarálag ríkisins sem mælikvarða á áhættuþóknun, er áhættuleiðréttur vaxtamunur rétt um 4 prósentur. Fjármagnshöftin auka hins vegar líkurnar á því að þessi vaxtamunur dugi. Væru þau ekki til staðar er líklegt að vaxta munurinn þyrfti að vera enn meiri. Minni samdráttur það sem af er ári … Vísbendingar eru um að samdráttur í alþjóðlegum efnahagsmálum sé í rénum og að styttra sé í efnahagsbata en áður var talið. Þannig mæld- ist t.d. hagvöxtur í sumum af helstu viðskiptalöndum Íslands þegar á öðrum fjórðungi ársins. Fjöldi leiðandi vísbendinga um einkaneyslu, fjárfestingarútgjöld, væntingar einkaaðila og þróun eigna- og hrá- vöruverðs styðja við þetta mat. Innanlands eru batamerkin veikari og óvissan meiri. Samdrátturinn á fyrri hluta ársins var minni en áður hafði verið spáð og útlit er fyrir að samdrátturinn á árinu í heild verði minni en spáð var í ágúst. Einkaneysla hefur dregist minna saman en áður var talið. Það má líklega rekja til þess að vöxtur ráðstöfunartekna var töluvert meiri á síðasta ári en áður hafði verið gert ráð fyrir. Einnig hafa áhrif úttektar viðbótarlífeyrissparnaðar á neysluhegðun verið meiri og atvinnuleysi minna en í fyrri spám. Verðbólga reyndist heldur meiri á þriðja ársfjórðungi en spáð var í ágúst og útlit er fyrir að undirliggjandi verðbólga verði það einnig á síðasta fjórðungi ársins. Meiri verðbólgu má líklega rekja til minni slaka í þjóðarbúskapnum á þessu og síðasta ári en áður var spáð, en gengi krónunnar hefur einnig verið lægra. Vísbendingar eru einnig um að gengislækkunin hafi að einhverju leyti smitast út í verðlag heimavöru sem ætti ekki að verða fyrir beinum gengisáhrifum. Mynd I-10 Skammtímaraunvextir víða um heim Skammtímavextir að frádreginni kjarnaverðbólgu % Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Bandaríkin Evrusvæðið Suður-Ameríka Asía Austur-Evrópa -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 2009200820072006200520042003 1. 3 mánaða millibankavextir. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd I-11 Skammtímavaxtamunur1 Vikulegar tölur 4. janúar 2007 - 3. nóvember 2009 Prósentur Ísland/Evrusvæði Ísland/Bandaríkin Ísland/Bretland Ísland/Sviss Ísland/Japan 6 8 10 12 14 16 18 200920082007 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2009 - 4. ársfj. 2012. Heimildir: Hagstofa íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Hagvöxtur1 % Árlegur hagvöxtur Árstíðarleiðréttur ársfjórðungshagvöxtur á ársgrundvelli -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 201220112010200920082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.