Peningamál - 01.11.2009, Page 22

Peningamál - 01.11.2009, Page 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 22 hver til annars.6 Slíkur vaxtamunur á milli sambærilegra innlánsforma í Seðlabankanum og á millibankamarkaði ætti ekki að myndast ef markaðurinn er sæmilega virkur. Á mynd III-5 sést hvernig innláns- vextir á peningamarkaðsreikningum bankanna lækkað niður fyrir inn- lánsvexti Seðlabankans.7 Gripið hefur verið til aðgerða til að draga úr ofgnótt lausafjár Mikið laust fé í umferð hefur dregið úr aðhaldstigi peningastefnunnar sem m.a. getur veikt gengi krónunnar. Á fundi sínum í september taldi peningastefnunefndin því nauðsynlegt að draga laust fé af markaði. Hinn 30. september hóf Seðlabankinn vikulega útgáfu 28 daga inn- stæðubréfa í þeim tilgangi. Til stuðnings útgáfunni voru daglánavextir á sama tíma lækkaðir úr 16% í 14,50%. Þá tilkynnti ríkissjóður um allt að 60 ma.kr. viðbótarútgáfu á ríkisbréfum fram að áramótum og að andvirði hennar yrði lagt inn á reikning ríkissjóðs hjá Seðlabankanum. Þegar hafa verið sex útgáfur af innstæðubréfum og eru nú útistand- andi um 45,4 ma.kr. og eitt útboð ríkisvíxla þar sem tekið var tilboðum í tæplega 33 ma.kr. Eftir að gripið var til þessara aðgerða hafa viðskipti hafist á milli- bankamarkaði á ný, þótt veltan sé enn lítil. Vextir á millibankamark- aði hafa jafnframt hækkað og eru nú í samræmi við innlánsvexti Seðlabankans en innlánsvextir bankanna hafa lítið breyst enda hafa ýmsir aðrir þættir áhrif þar á. Ríkisvíxlavextir hafa einnig hækkað í átt að innlánsvöxtum Seðlabankans. Er þá miðað við vexti á frummarkaði eins og þeir voru í síðasta ríkisvíxlaútboði um miðjan október. Hafa verður í huga að framboð ríkisvíxla hefur ávallt verið lítið hér á landi og því takmörkuð eftirmarkaðsviðskipti. Víxlarnir eru oftast keyptir í útboðum og haldið út líftíma þeirra. Ekki eru áform um að minnka útgáfu ríkisvíxla vegna útgáfu innstæðubréfanna enda eru margir á þeim markaði sem ekki hafa aðgang að útboðum innstæðubréfa. Vegna þess að mikið laust fé var á markaði þegar útgáfa innstæðubréfa hófst hafa áhrifin á ríkis- víxlamarkaðinn enn sem komið er orðið minni en ella. Aðgerðir til að draga úr lausafé á markaði gætu leitt til hækkunar ávöxtunarkröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað undanfarna mánuði enda hafa vextir Seðlabankans verið lækkaðir töluvert frá því í mars sl. Aðgerðir til þess að draga lausafé af markaði gætu hins vegar leitt til hækkunar ávöxtunarkröfu þessara bréfa, vegna aukins framboðs fjárfestingar- 6. Bankarnir eru einungis skuldbundnir til að eiga viðskipti á skráðum millibankavöxtum leiti aðrir markaðsaðilar eftir slíkum viðskiptum. Rúm lausafjárstaða þeirra allra, almennt van- traust á markaðnum og skortur á samkeppni milli þeirra gerði það hins vegar að verkum að aldrei reyndi á þessi verðtilboð. 7. Hefðbundin bankastarfsemi gengur að stórum hluta út á eignaumbreytingu, þ.e. að breyta illseljanlegum skammtímainnlánum í útlán til lengri tíma. Við eðlilegar kringumstæður ættu útlánsvextir bankastofnana því að endurspegla fjármögnunarkostnað þeirra sem að hluta til er fenginn með innlánum að viðbættu álagi vegna útlánaáhættu og þóknun vegna umsýslu. Við núverandi aðstæður þar sem útlán eru í sögulegu lágmarki hafa hnökrar myndast í þessu hefðbundna miðlunarhlutverki þar sem innlendir bankar taka við innlán- um frá almenningi og umbreyta þeim í innlán hjá Seðlabankanum. Hagnaðarmöguleikar þeirra hafa því minnkað. Sú staðreynd að verulegur hluti útlána er gengisbundinn á meðan stærstur hluti innlána er í krónum er ennfremur til þess fallin að skapa ójafnvægi á milli tekjustreymis og fjármögnunarkostnaðar.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.