Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 44

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 44 VII Ytri jöfnuður Viðskiptahallinn á fyrri helmingi ársins 2009 var mun minni en á sama tíma fyrir ári. Viðskiptajöfnuðurinn var neikvæður um rúmlega 92 ma.kr. eða 12,6% af vergri landsframleiðslu. Hallinn stafar fyrst og fremst af 127 ma.kr. halla á jöfnuði þáttatekna. Í þeim tölum eru meðtaldar reiknaðar vaxtatekjur og áfallin vaxtagjöld vegna ,,gömlu” bankanna. Þessar tekjur og gjöld endurspegla ekki eiginlegt flæði gjaldeyris inn og út úr landinu og því er gagnlegt að horfa fram hjá þessum liðum við greiningu á stöðunni. Umskipti í þjónustujöfnuði ... Vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið jákvæður á fyrstu níu mánuðum ársins. Samdráttur innflutnings náði hámarki á öðrum ársfjórðungi. Þótt nokkuð hafi dregið úr árssamdrættinum undanfarna mánuði hafði innflutningur á þriðja ársfjórðungi minnkað um rúm 40% á milli ára. Útflutningsverðmæti á þriðja fjórðungi ársins var hins vegar minna en á sama tíma á síðasta ári. Mikil verðlækkun á áli og sjávaraf- urðum er meginástæða samdráttarins. Afgangur á vöruskiptajöfnuði hefur aukist eftir því sem liðið hefur á árið. Á fyrri helmingi ársins nam afgangurinn 30 ma.kr. en á fyrstu níu mánuðum ársins var hann 46 ma.kr. á föstu gengi. Þjónustuviðskipti voru jákvæð á öðrum fjórðungi ársins, í fyrsta sinni í fjögur ár, eftir lítilsháttar halla á hinum fyrsta. Afgangurinn nam rúmlega 7 ma.kr. Auknar tekjur af samgöngum og ferðamönnum er helsta skýringin. Horfur eru á áframhaldandi afgangi á vöru- og þjónustujöfn- uði á seinni hluta ársins. Útflutningsverð hefur hækkað, horfur um efnahagsbata á heimsvísu hafa batnað og raungengi hefur lækkað. Greiðslukortatölur og nýjustu upplýsingar um ferðaþjónustu í sumar benda til þess að útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi hafi aukist. Því er gert ráð fyrir meiri útflutningi vöru- og þjónustu en í síðustu spá (sjá kafla II) og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði muni nema tæplega 7% af vergri landsframleiðslu á þessu ári og rúmlega 10% á næsta ári. Spáð er að afgangurinn aukist enn á árunum 2011-2012 og verði 12-13%. ... en halli þáttatekjujafnaðar er enn töluverður Þótt töluverður afgangur væri á vöru- og þjónustuviðskiptum á fyrri hluta ársins var mikill halli á þáttatekjum. Verulegur halli varð því á við- skiptajöfnuði, sem var neikvæður um 12,6% af vergri landsframleiðslu á fyrri helmingi ársins. Þáttatekjuhallinn nam 57 ma.kr. á fyrsta fjórðungi ársins 2009 og 69 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi. Hallinn er að mestu leyti til kom- inn vegna neikvæðs vaxtajafnaðar. Vaxtatekjur frá útlöndum voru 12% minni í krónum talið á fyrri hluta ársins en á sama tíma á síðasta ári. Verulega dró úr halla á liðnum arður og endurfjárfestur hagnaður erlendis. Gjaldamegin voru vaxtagjöld á fyrri hluta ársins til útlanda nær óbreytt frá sama tíma á síðasta ári, þrátt fyrir lægra gengi, þar sem vextir höfðu lækkað umtalsvert, en arður og endurfjárfestur hagnaður jókst á sama tíma úr 388 milljónum í 3,8 ma.kr. Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 1999 - 2. ársfj. 2009 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður -350 -300 -250 -200 -150 -100 -50 0 50 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 Mynd VII-2 Vöruskiptajöfnuður Á föstu gengi, janúar 2003 - september 2009 Ma.kr. Heimild: Hagstofa Íslands. Vöruskiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 2009200820072006200520042003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.