Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 24 Ávöxtunarkrafan á stutta enda markaðsins hefur hins vegar heldur hækkað frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi í september í samræmi við aðgerðir Seðlabankans til að draga lausafé af markaðinum. Þessi þróun gekk þó aðeins til baka eftir birtingu fundargerðar peningastefnunefnd- ar Seðlabankans sem virtist skapa væntingar meðal fjárfesta um að vextir yrðu lækkaðir fyrr en áður hafði verið talið. Hefur ávöxtunarkraf- an á stysta enda markaðsins hækkað um u.þ.b. 0,5 prósentur frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Óverðtryggðir vextir á lengri enda óverðtryggða markaðsins hafa hins vegar heldur lækkað frá síðustu vaxtaákvörðun til samræmis við lækkun verðtryggðra vaxta. Styttri endi vaxtarófsins hliðrast upp en lengri endinn hefur lækkað Styttri endi vaxtarófsins hefur því hliðrast upp á við en er áfram tölu- vert niðurhallandi. Lengri hluti rófsins er áfram flatur en hefur hliðrast niður frá síðustu vaxtaákvörðun í september. Markaðsaðilar virðast nú hafa verðlagt tæplega 1 prósentu lækkun vaxta næsta mánuðinn inn í ávöxtunarkröfuna en að vextir komi síðan til með að hækka eitthvað til lengri tíma litið, sem gæti endurspeglað væntingar um efnahags- bata og/eða að töluverð lánsfjárþörf ríkisins á næstu misserum muni þrýsta upp langtímavöxtum. Hafa verður þó í huga að umrót und- anfarinna missera gerir túlkun vaxtarófsins ákaflega erfiða. Þrýstingur á gengi krónunnar virðist hafa minnkað … Frá útgáfu Peningamála 2009/3 um miðjan ágúst hefur gengi krón- unnar veikst um 1½% miðað við viðskiptavegna gengisvísitölu, um 2½% gagnvart evru, en styrkst um tæplega 2% gagnvart Bandaríkjadal og um 3% gagnvart sterlingspundi. Miðað við viðskiptavegna geng- isvísitölu var gengi krónu 1½% lægra á þriðja ársfjórðungi en spáð var í ágúst og 2½% lægra gagnvart evru. Útlit er fyrir að krónan verði einnig nokkru veikari á síðasta fjórðungi ársins en spáð var í ágúst. Þrýstingur á gengið virðist hins vegar hafa minnkað. Þannig hefur krónan haldist tiltölulega stöðug í kringum 180 kr. gagnvart evru þrátt fyrir að hlutdeild Seðlabankans í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði hafi minnkað verulega. Hlutur Seðlabankans í gjaldeyrisviðskiptum í september nam einungis rúmlega 6% af heildarveltu og tæplega 19% á þriðja ársfjórðungi í heild, en var 36% á öðrum fjórðungi og 26% á þeim fyrsta. Krónan virðist því standa heldur styrkari fótum nú en fyrr á þessu ári þegar flæði á markaðnum hafði tilhneigingu til að vera mjög einhliða á söluhlið. Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir þessari þróun. Afgangur á viðskiptum við útlönd hefur verið umtalsverður og útflutnings- verð hefur styrkst á ný. Vaxtagreiðslur til erlendra aðila hafa verið minni á seinni helmingi ársins en hinum fyrri. Útflutningstekjur hafa líklega einnig skilað sér betur inn á gjaldeyrismarkaðinn. Þannig hefur uppsöfnun á gjaldeyrisinnstæðureikningum fyrirtækja í innlendum bönkum t.d. stöðvast. Einnig gæti minni þrýstingur á gengið verið vísbending um að traust á krónuna sé að aukast þar sem dregið hafi úr óvissu tengdri innlendu fjármálakerfi, þótt enn sé nokkuð í land að fjármálakerfið taki að starfa með eðlilegum hætti á ný. Einnig gætir meiri bjartsýni og vilja til áhættutöku á alþjóðlegum fjármálamörk- % Mynd III-9 Framvirkir vextir á fjármálamarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 27.10.2009 1.10.2009 17.10.2009 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 10,0 10,5 10987654321 Ár M.kr. Mynd III-10 Velta á gjaldeyrismarkaði Daglegar tölur 4. desember 2008 - 30. október 2009 Heimild: Seðlabanki Íslands. Apr.Mar.Feb.Jan.Des. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 1.200 1.300 Maí Júní Júlí Ág. Sep. Okt. Mynd III-11 Gengi krónu gagnvart evru og inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði Desember 2008 - október 2009 Millj.evra Inngrip á gjaldeyrismarkaði (v. ás) Gengi krónu gagnvart evru (h. ás) Heimildir: Seðlabanki Íslands. Kr./evra 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 140 145 150 155 160 165 170 175 180 185 20092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.