Peningamál - 01.11.2009, Page 33

Peningamál - 01.11.2009, Page 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 33 Efnahagsbatinn hefst fyrr og verður sterkari ... Samkvæmt grunnspá Seðlabankans verður samdráttur innlendrar eftirspurnar tæplega 20% í ár en vegna jákvæðs framlags utanríkis- viðskipta verður samdráttur landsframleiðslu mun minni eða um 8½%. Þetta er minni samdráttur en í spám sem bankinn hefur birt á þessu ári, en í samræmi við fyrstu spá bankans eftir bankahrunið í Peningamálum í nóvember í fyrra. Efnahagsbatinn er talinn hefjast fyrr en áður var ráðgert, í takt við bjartari horfur um alþjóðleg efnahags- mál. Spáð er að ársfjórðungslegur árstíðarleiðréttur hagvöxtur verði jákvæður þegar á fyrsta fjórðungi næsta árs þótt landsframleiðsla haldi áfram að dragast saman á milli þessa og næsta árs. Nokkrum hag- vexti er spáð á árunum 2011 og 2012. Ýmsar vísbendingar eru um að alþjóðlegi efnahagsbatinn gæti orðið hraðari en grunnspáin gerir ráð fyrir eins og fráviksdæmi 2 í kafla I lýsir. ... og framleiðsluslakinn hverfur fyrr en áætlað var Eins og áður segir er innlend framleiðsla að aðlagast breyttum aðstæðum. Hluti fjármagnsstofnsins hefur tapast og aðrir framleiðslu- fjármunir farið forgörðum, gjaldþrotum fjölgað, störf tapast, þróttur nýrrar fjárfestingar er af skornum skammti, framboð lánsfjár takmark- að og færa þarf vinnuafl yfir til útflutnings- og samkeppnisgreina. Framleiðslugeta hagkerfisins hefur því minnkað um leið og eftirspurn hefur dregist verulega saman. Mat á framleiðsluspennu er því háð verulegri óvissu við aðstæður sem þessar. Einsýnt virðist þó að umtals- verður framleiðsluslaki sé fyrir hendi í þjóðarbúskapnum. Mat á stöðu á vinnumarkaði er einnig háð óvissu um jafnvægisatvinnuleysi, sem hefur líklega aukist. Niðurstöður viðhorfskannana gefa til kynna að verulegur framleiðsluslaki sé fyrir hendi. Fá fyrirtæki finna fyrir skorti á starfsfólki eða eiga í erfiðleikum með að bregðast við óvæntri aukn- ingu eftirspurnar. Athygli vekur hins vegar að svör fyrirtækja benda til þess að töluverð umskipti hafi orðið að undanförnu og aukning fram- leiðsluslaka hafi stöðvast (sjá mynd IV-18). Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að framleiðsluslakinn nái hámarki á öðrum fjórðungi næsta árs og minnki síðan smám saman. Áætlað er að slakinn hverfi nokkru fyrr en áætlað var í ágúst og að framleiðsluspennu gæti á ný á árinu 2012 (sjá mynd IV-19). Rammagrein IV-1 Þróun húsnæðisverðs: Ólíkir mælikvarðar sýna sömu þróun Á undanförnum mánuðum hefur nokkrum sinnum mælst hækkun íbúðaverðs milli mánaða og eru skiptar skoðanir á því hvort lækk- un mánuðina á undan hafi stöðvast. Bæði Fasteignaskrá Íslands og Hagstofa Íslands reikna vísitölu sem sýnir þróun íbúðaverðs hér á landi. Útreikn ingur beggja vísitalnanna byggist á sömu upplýsing- unum, þ.e. upplýsingum um þinglýsta kaupsamninga, en aðferða- fræðin er hins vegar ekki nákvæmlega sú sama. Á tímum sem nú, þegar velta á húsnæðismarkaði er í sögulegu lágmarki, getur að- ferðafræði sem notuð er við útreikning þessara tveggja vísitalna skipt máli fyrir niðurstöðuna, a.m.k. þegar horft er á skammtímasveifl ur í húsnæðisverði. Mynd IV-18 Vísbendingar um notkun framleiðsluþátta og þróun framleiðsluspennu1 1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2009 1. Samkvæmt viðhorfskönnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Framleiðsluspenna er mat Seðlabankans. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. Hlutfall fyrirtækja Ætti erfitt með að mæta óvæntri eftirspurn (v. ás) Framleiðsluspenna (h. ás) Búa við skort á starfsfólki (v. ás) % af framleiðslugetu 0 10 20 30 40 50 60 -1 0 1 2 3 4 5 2009200820072006 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-19 Framleiðsluspenna 1991-20121 -6 -4 -2 0 2 4 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.