Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 26

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 26
skóla, sem gerð var m.a. í tveimur leikskól- um, kom í ljós að mikil málörvun fer fram í leikskólunum og birtist í ýmsum myndum í fjölbreyttu starfi („Af því læra bömin málið.“ Málþjálfun á mótum leikskóla og grunnskóla, Uppeldi og menntun 6, 1997). En Rannveig bendir jafnframt á að svo virtist sem ekki væri fylgt markvissri stefnu um mál og málþjálfun í þessum skólum. Þótt tveir leikskólar séu ekki stórt úrtak er vert að gefa gaum að þessu atriði, m.a. í menntun leikskólakennara. Skólanámskrám- ar, sem kveðið er á um í aðalnámskránni, geta líka bætt úr þessu. En það er einnig þörf á fleiri rannsóknum og þróunarverkefnum um þetta efni í leikskólum. Það eru að mörgu leyti forréttindi að vera leikskólakennari og hafa tækifæri til að fylgjast með börnunum á því þroskaskeiði þegar framfarir eru hvað örastar, m.a. í málþroska. En öðrum þræði er leikskóla- kennarastarfið hins vegar fólgið í því að sá í frjóan jarðveg, næra og vökva. Uppskeran kemur þó ekki alltaf í ljós fyrr en síðar, þegar bömin eru komin í grunnskóla. En það reynir auðvitað á mállega fæmi leikskólakennara í fleiri þáttum starfsins en eru flokkaðir undir móðurmálsþátt aðal- námskrárinnar. Lífsleikni er nýtt hugtak í uppeldisumræðu. Um það segir m.a. í aðal- námskránni (bls. 16): „Lífsleikni byggist á alhliða þroska barns, fæmi þess til samskipta, rökrænnar tjáning- ar og til að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.“ Samræður og skoðanaskipti gegna hér lykilhlutverki og reynir verulega á leik- skólakennara að þeir geti örvað börnin til að skiptast á skoðunum, leita sjálf svara og orða þau og rökstyðja og ekki síst að þjálfa börnin í að hlusta á aðra. Ymis önnur verkefni, sem unnin eru í tengslum við leikskólastarfið, krefjast góðr- ar færni af leikskólakennurum í meðferð nióðurmálsins. Meðferð íslensks máls snýr ekki ein- göngu að samskiptum leikskólakennara við bömin í leikskólanum. Leikskólakennumm er einnig ætlað samkvæmt aðalnámskrá að hafa mikil samskipti við foreldra bamanna. Þau samskipti eru bæði munnleg og skrif- leg, s.s. foreldraviðtöl, foreldrafundir og bréf með upplýsingum og orðsendingum til foreldra. Mikið reynir á mál leikskólakenn- ara, framsögn og framsetningu og mikil- vægt að vel takist til, m.a. til að skapa traust á faglegum vinnubrögðum. Þá er einnig lögð mikil áhersla á að leikskólakennarar meti skólastarfið reglulega og taki þátt í þró- unarstarfi. Slíku starfi fylgir m.a. mikil skriffinnska, s.s skýrslur og greinargerðir, fyrirlestrar á ráðstefnum og greinaskrif í blöð og tímarit. Menntun leikskólakennara verður að taka mið af þessum fjölþættu skyldum sem hér hefur verið lýst. Leikskólinn er fyrir öll börn, líka böm sem ekki eiga íslensku að móðurmáli. Sum íslensk böm eiga önnur táknkerfi að móður- máli, t.d. heymarlaus böm og enn önnur táknkerfi eru til fyrir böm með annars konar málerfiðleika. Þá hefur nokkur umræða verið í samfélaginu að undanfömu um böm, búsett á Islandi, sem þurfa að læra íslensku sem annað mál. Þessi börn er líka að finna í leikskólum landsins. Málörvun allra þessara bama þarf að sinna með viðeigandi hætti svo að leikskóli fyrir alla standi undir nafni. Þótt fjallað sé um börn með sérþarfir í aðal- námskránni er ekki sérstaklega kveðið á um málörvun í því sambandi fyrir framantalda hópa. En hér er verk að vinna sem taka þarf tillit til í grunnmenntun leikskólakennara. Leikskólakennarar eru ekki sérfræðingar í einstökum fræðigreinum en í námi sínu fá þeir innsýn í margar fræðigreinar og á það að miða að því að þeir geti samþætt þær í starfi sínu. Má því segja að sérfræði þeirra séu fólgin í þeirri samþættingu. Auk þess þurfa þeir sífellt að vera vakandi fyrir nýrri þekkingu sem verður til og verða því að geta nýtt sér niðurstöður úr rannsóknum þessara fræðigreina til að starfið sé sífellt í takt við það sem álitið er best og réttast hverju sinni. Þegar valdar eru fræðigreinar til umfjöll- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.