Málfregnir - 01.12.1999, Side 32
samræmdu prófin í 4„ 7. og 10. bekk komi
til með að kanna með óyggjandi hætti hvort
hinni rituðu námskrá var fylgt á réttan hátt.
Takist prófum að sanna það, nú þá eru
vandamál kennslufræðinga úr sögunni. Þar
með verður orðið ljóst að til er hinn rétti
háttur til þess að kenna eftir nýju nám-
skránni og þá verður að kalla til námsefnis-
höfunda og höfunda kennsluleiðbeininga
því að ef til er hinn rétti háttur til þess að
prófa og mæla skólastarf þá hlýtur að vera
til hinn rétti háttur við að kenna og hinn rétti
háttur til þess að nema.
Eg vona að ný námskrá, eins ýtarleg og
hún er, verði ekki til þess að útgefendur
námsefnis rjúki upp til handa og fóta og
hefjist handa við að semja námsefni við
námskrána, áðumefndan flokk, „Islenska 1,-
10. hefti“, „Lífsleikni 1.-10. hefti“ og svo
framvegis, heldur verði kennurum áfram
gefið það frelsi að kjósa sjálfir hvaða náms-
efni og námsleiðir henti hverjum nemenda-
hópi til þess að ná fram markmiðum nám-
skrár. Á sama hátt mega bæði kennarar og
þeir sem semja samræmd próf gæta þess að
gera þau ekki að hinni einu og sönnu nám-
skrá í 1.-10. bekk.
í máli mínu hef ég fyrst og fremst horft á
hið almenna hlutverk námskrár, með nám-
skrána í íslensku að leiðaiijósi, án þess að
draga sérstaklega fram hvort einhverjir hlut-
ar námskrárinnar komi til með að gjörbreyta
námi og kennslu í íslensku. Ég hef með
öðrum orðum ekki á nokkum hátt velt fyrir
mér hvort námskráin þjóni því hlutverki að
vera leiðbeinandi fyrir málræstitækna. Ég
verð reyndar að viðurkenna að nemendur
mínir hafa undanfarin ár algjörlega eytt
áhyggjum mínum af því að tungumálið sé
að hverfa í enskunnar dá. Nemendur mínir
frá því í fyrra, sem þá voru í sjöunda bekk,
fundu leið til þess að rétta af fjárlagahall-
ann, með orðskatti. Þeim fannst ástæða til
þess að Japanar greiddu ríkissjóði nokkrar
krónur í hvert sinn sem einhver þeirra notar
nýyrðið hitcivcita og eins skyldu enskumæl-
andi þjóðir borga íslenska ríkinu þó nokkuð
ár hvert fyrir bruðl á hinu ágæta orði geysir.
Þetta fannst mér sanna að ungdómurinn
væri sannarlega meðvitaður um tungumál
sitt, eignarrétturinn var allavega á hreinu.
Hinn virki orðaforði unga fólksins er annað
áhyggjuefni sem hefur viljað þvælast fyrir
fyrmefndri stétt ræstitækna, þeim áhyggjum
eyddi sex ára snáði sem vildi ólmur komast
að með reynslusögu einn daginn í skólan-
um, sagan hófst svona: „Um daginn þegar
ég var frammi í stofu að færa brúðubangs-
ann minn í konungsklæðin ...“
Þegar þrepamarkmiðin, inngangurinn,
áfangamarkmiðin og lokamarkmiðin eru öll
komin saman undir einn hatt má það þó ljóst
vera að megininntak námskrárinnar stefnir
að vinnubrögðum sem eru tungumáli til
framdráttar, þ.e. mikilli notkun málsins á
sem fjölbreyttastan máta.
32