Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 7
Halldór Hermannsson
Ari Þorgilsson fróði
1148— 9. nóvember — 1948
I.
Á þessu ári er íslendingum skylt að minnast átta alda
dánarafmælis eins hins merkasta manns, sem ísland hef-
ur alið. Ari Þorgilsson fróði dó 9. nóvember 1148.
Ari var fæddur, líklega á Helgafelli, 1067 (eða 1068).
Hann var vel ættaður. Langafi hans var Þorkell Eyjólfs-
son og langamma Guðrún Ósvífursdóttir, sem fræg er af
Laxdælu, og eins og eðlilegt er í litlu mannfélagi, var hann
skyldur eða tengdur mörgum helztu ættum í landinu, og
sjálfur hefur hann rakið ætt sína í beinan karllegg til goð-
borinna fornkonunga. Það er því vel sagt, að þekkingin
ein á ævi og afrekum forfeðra hans hefði verið nóg til að
gera hann að sagnfræðingi. Hann missti ungur föður sinn,
sem drukknaði á Breiðafirði; tók þá Gellir Þorkelsson, afi
hans, hann að sér, en Gellir dó í Danmörku á heimför úr
Rómaferð 1073. Árið eftir kom Þorkell Gellisson, föður-
bróðir hans, honum í fóstur hjá Halli Þórarinssyni í
Haukadal, og þar dvaldi Ari fjórtán vetur. Naut hann
þar uppeldis þessa gamla öldungs og reynda höfðingja, og
kennslu Teits ísleifssonar, bróður Gissurar biskups og
hins lærðasta manns. Ari hefur líklega farið frá Hauka-
dal eftir dauða Halls, og var þá kominn yfir tvítugt. Hef-
ur hann þá brátt verið vígður til prests af Gissuri bisk-
upi, en síðan vitum við ekkert með vissu um hann, hvað
hann starfaði eða hvar hann bjó, nema það, að hann rit-
aði íslendingabók á þriðja áratug tólftu aldar, og að hann
dó áttræður að aldri.
Engin vitneskja er til um það, hvar Ari hafi búið, eftir
að hann fór frá Haukadal. Hafa menn helzt hneigzt að