Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 100
98
Ólafur Lárusson
Skírnir
og mætti það virðast benda til þess, að það hefði aldrei
verið innleyst, en ekki er sú ályktun þó óhjákvæmileg.
Eins og áður var getið, lofaði biskup í skuldabréfi sínu
að fara til Björgynjar og víkja þaðan ekki fyrr en skuld-
in væri greidd eða ábyrgðarmennirnir leyfðu. Yar þetta
eins konar milt skuldafangelsi. Var það nefnt Indlager í
Danmörku og komst þar í tízku í lok 13. aldar eftir þýzkri
fyrirmynd (Einlager). Það var einkum tíðkað, er aðals-
menn áttu í hlut, og byggðist skylda skuldarans til þess að
víkja eigi frá hinum ákveðna stað á drengskaparorði hans.
Árni biskup hélt svo til Björgynjar samkvæmt þessu
loforði sínu. Hinn 10. sept. þá um haustið ritar hann,
ásamt Andbirni, biskupi á Hamri, bréf þaðan til Marteins
páfa V. viðvíkjandi breytingu á regluhaldi í Munklífis-
klaustri í Björgvin.1) Eftir það kemur hann eigi við bréf
í lifanda lífi.
Um ævi hans eftir þetta er oss sárafátt kunnugt. Hinn
6. marz 1426 fékk Jón Gerreksson veitingu páfa fyrir
Skálholtsbiskupsdæmi,2) og er þess getið í skipunarbréfi
hans, að embættið sé laust „per obitum Arnerii ultimi epi-
skopi“ (vegna andláts Árna, hins síðasta biskups). Hann
hefur því látizt fyrir þann tíma. Undarlegt er, að höfund-
ur Nýja annáls skuli ekki geta um lát hans. Það hlýtur þó
að hafa verið frétt hingað áður en hann lauk annálsritun
sinni, 1430, því að þá var eftirmaður Árna, Jón Gerreks-
son, kominn hingað til lands. Síra Jón Halldórsson í Hít-
ardal hefur það eftir Árna prófessor Magnússyni, að Árni
biskup hafi dáið í Danmörku,3) og er líklegt, að Árni hafi
haft góðar heimildir fyrir því. Ef svo hefur verið, hefur
biskup þá verið losnaður úr hinni sjálfviljugu nauðungar-
dvöl hans í Björgvin. Loks er þess að geta, að í Gottskálks-
annál er Árni sagður hafa dáið 1420 og því bætt við, að
hann hafi verið „svikinn af kongs hofmönnum til dauða
1) Dipl. norv. IV., nr. 810, sbr. Dipl. isl. IV., nr. 345.
2) Dipl. isl. VIII., nr. 19.
3) Lbs. 168, 4to.