Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 223
Skírnir
Ritfregnir
217
ingu, sem kafnar í fæðingu (abortiv), og hliðstæðu hennar nefnir
hann hina fomu írsk-kristnu menningu, sem líka virtist lofa svo
góðu, ef hún hefði ekki verið kæfð af hinni kaþólsku kristni, sem
kom frá Róm.
Toynbee hefur annars enga tilhneigingu til þess að gera mikið
úr áhrifum Germana og víkinga á vestræna menningu. Hann telur
það bábilju eina og kerlingabók, að þessir „villimenn“ hafi með
blóðblöndun við hina úrættuðu erfingja Rómaveldis yngt upp kyn-
slóðina og gert hana hæfa til nýrra afreka. Þvert á móti telur hann,
að „villimennirnir" hafi týnzt og horfið í hið rómversk-kristna
mannhaf.
Eflaust munu menn lesa með enn meiri áhuga það, sem Toynbee
hefur að segja um vestræna menningu nútimans, samanburð hans
á henni og öðrum menningarfélögum ungum og gömlum.
Toynbee er varkár maður og spáir engu um vestrænu menning-
una, þrátt fyrir stríðin tvö, sem við höfum nú lifað. Þó getur manni
ekki dulizt, að honum lízt ekki meir en svo á blikuna. En hann virð-
ist vera vel kristinn maður og hafa trú á, að boðskapur frelsarans
sé eini vegurinn til lífsins. Væri betur, að kristnum mönnum yrði
að þeirri trú sinni, eða þó öllu heldur, að þeir vildu einhvern tíma
reyna að lifa eftir henni. Þá kynni að fara betur en nú horfist á.
Longfellow and Scandinavia. A Study of the Poet’s Relationship
with the Northern Languages and Literatures. By Andrew Hilen.
New Haven, Yale University Press, 1947. viii, 193 bls. = Yale
Studies in English 107.
Þessi bók segir fróðlega frá kynnum Longfellows við Norður-
lönd og norrænar bókmenntir, en það er kapítuli, sem að vísu hefur
oft verið fitjað upp á, ef dæma má af heimildaskrá höfundarins,
en aldrei hafa verið gerð svo góð skil.
Longfellow komst fyrst í kynni við Norðurlönd, er hann las bæk-
ur W. Scotts á árunum 1819-21 heima í Nýja Englandi. Árið 1828
fór hann til Italíu og hitti þar marga listamenn af Norðurlöndum,
á meðal þeirra Albert Thorvaldsen. En varanleg áhrif á hann höfðu
aðeins kynni hans af sænska skáldinu Karl August Nikander. Þeir
urðu mestu mátar, og vegna þess ákvað Longfellow síðar (1834—5),
er hann var gerður að prófessor í nýju málunum við Harvard-
háskóla, að fara til Sviþjóðar og Danmerkur til þess að læra málin.
Sumarið 1835 gerði hann alvöru úr þessu, dvaldi um tvo mán-
uði í Svíþjóð, lengst i Stokkhólmi, kom þó til Uppsala og Gauta-
borgar, og í bakaleiðinni dvaldist hann tvær vikur í Kaupmannahöfn.
Dvölin í Svíþjóð varð honum mikil vonbrigði af ýmsum ástæð-
um: hann var óheppinn með ferðina og með íbúðina í Stokkhólmi;
Nikander vinur hans var ekki í Stokkhólmi, heldur ekki sumir
prófessorar og rithöfundar, sem hann hefði annars viljað hitta.