Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 93
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
91
in vera, þ. e. Ástríður missa af framfærslu sinni, nema
því aðeins að annaðhvort greiði Árni biskup eða eftirkom-
endur hans stólnum að fullu samkvæmt próventubréfinu
eða jörðin komist aftur undir kirkjuna.1) Hvorugt varð
að sinni, en Ástríður var þó áfram í próventunni á Hól-
um, og 46 árum síðar brigðaði Ólafur biskup Rögnvalds-
son Syðra-Vallholt Hólastól til handa af þessum sökum.2)
Loks skal hér minnzt á enn einn gerning, sem Árni bisk-
up var viðriðinn. Hinn 12. maí 1417 sættust þeir Loftur
Guttormsson og Hallur Ólafsson í Skálholti, að því er virð-
ist fyrir milligöngu Árna biskups.3) Hallur Ólafsson hef-
ur verið stórættaður maður. Hann var bróðursonur Sol-
veigar Þorsteinsdóttur, konu Björns Einarssonar Jórsala-
fara.4) Er hann við ýmis tækifæri talinn meðal hinna
fremstu virðingarmanna í landinu.5) Hallur hafði haft
fjárhald Ingibjargar Pálsdóttur, konu Lofts Guttormsson-
ar, ef til vill fyrir þá sök, að hann hafi verið kvæntur Ragn-
hildi, systur hennar. Taldi Loftur til skuldar hjá Halli
vegna fjárhaldsins, og sættust þeir á það mál, m. a. á þá
leið, að Árni biskup greiddi Lofti vegna Halls eitt hundrað
hundraða, og gekk hálf jörðin Staðarhóll í Saurbæ upp í
þá greiðslu. Bendir þetta mikla framlag biskups til sátt-
anna til þess, að frændsemi eða vinátta hafi verið með hon-
um og Halli. Hallur kemur og tvisvar endranær við bréfa-
gerðir biskups. Hinn 22. ágúst 1415 vottaði hann á Munka-
þverá um viðskipti biskups og Benedikts Brynjólfsson-
ar,6) og 13. ágúst 1416 var hann staddur í Reykholti við
kaup biskups og Halls Þorgrímssonar.7)
1) Dipl. isl. IV., nr. 333.
2) Dipl. isl. V., nr. 384, 385.
3) Dipl. isl. IV., nr. 312.
4) Dipl. isl. IV., nr. 550.
5) Sbr. t. d. Dipl. isl. III., nr. 599, IV., nr. 330, 341. — Hallur
Ólafsson, sá er getur í Dipl. isl. III., nr. 609, IV., nr. 335, er efalaust
annar maður.
6) Dipl. isl. III., nr. 638.
7) Dipl. isl. IV., nr. 308. Önnur bréf, er varða fjármál Árna bisk-
ups og ekki gefa tilefni til sérstakra athugasemda, eru þessi: Samn-