Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 177
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
173
ar. Nokkrum dögum síðar fór konan út til að kaupa eitt-
hvað, og barnið hljóp á fætur til að fylgja henni, og þá
duldist henni ekki, að miklar jarteiknir urðu við lind hinna
helgu kvenna . . .
Vatninu úr lindinni er núið á þann stað líkamans, sem
meinið er í, en líka stundum tekið í flöskur og borið heim.
Steinunum er líka núið á meinastaðinn. Oft, þegar sjúk-
lingur getur ekki komið til lindarinnar, er farið með stein-
ana heim til hans, en síðan farið með þá aftur á sinn stað.
Miklar jarteiknir fylgja steinunum, og ekki skyldi fara
illa með þá.
Það var einu sinni, að kona var veik, og farið var með
[annan] steininn heim til hennar. En konan dó, og steinn-
inn gleymdist uppi í eldhússkáp bak við diska. En þá var
það eina nótt, að mikið heyrðist til diskanna, eins og þeir
væru færðir til; menn skildu þetta ekki fyrr en þeir gáðu
að og fundu steininn. Þá vissu menn, að það var af því, að
gleymzt hafði að skila honum aftur . . .
Margt fólk, sem fer pílagrímsferð til lindarinnar, skil-
ur eitthvað eftir, þegar það fer aftur. Sumir skilja eftir
hárnálar, aðrir smáskilding, aðrir vasaklút eða sjalkögur,
eða því líkt, í virðingarskyni við hinar helgu konur. Karl-
menn skilja oft eftir pjötlu af fötum sínum eða pípuna
sína eða perlur af talnabandinu til virðingar hinum helgu
konum, í von um að þær lækni þá. Þessir hlutir voru festir
í runnana og skildir þar eftir, svo að vindur og veður eyddi
þeim. Og fólk lét skildinga í lindina, þar sem ekki var hægt
að ná í þá.
Og stundum kom enskt fólk, sem enga trú hafði, og það
hélt það mundi geta fengið allt, sem það óskaði eftir, og
það, sem það óskaði eftir, var að fá góða síldveiði — það
er nú þeirra trú — og það hafði mikla trú á að fleygja pen-
ingi í lindina til þess að verða heppnir við veiðina. Og
sumir, sem voru happasælir, sögðu, að þeir þyrftu ekki
annað en biðja um eitthvað til að fá það. En aðrir komu
og gerðu gys að pílagrímsgöngunni og hinum helgu kon-
um og höfðu enga trú á þessu. Þess vegna, þegar sumir