Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 179
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
175
ina út til hafs; þar við lítinn fjörð er Ardera, og þar var
okkur búinn náttstaður. Ennþá var þó eftir mikið af deg-
inum, og við tókum okkur þar stutta hvíld. Einn maður
bættist í hópinn í Ardera, MacGill að nafni. Veður var nú
hið fegursta, sólskin og blíða; við héldum til austurs eftir
landi, sem var slétt eða með lágum hæðum, með trjám og
lundum meðfram veginum og þar sem byggð var. Umferð
var hér ekki mikil, stundum menn með vagna eða stúlkur
með asna í taumi, en þeir voru með mókörfur á bakinu
eða aðrar klyfjar, lítil kvikindi, eins og smátryppi, með
afarlöng eyru; flestir ekki farnir úr hárunum og því held-
ur en ekki luralegir, en ógn meinleysislegir í framan. Þeir
voru fluttir til Irlands af Spánverjum einhvern tíma, ég
held á 16. eða 17. öld, þegar Spánverjar komu til liðs við
trúbræður sína á írlandi; síðan breiddust þeir út um land-
ið; eru þeir oft nefndir hestar fátæklinganna.
Áfram hélt ferðin, gegnum bæinn Glenties, ofboð vin-
gjarnlegan smábæ. Landið fór nú að verða ósléttara, við
nálguðumst fjöll, fórum inn milli þeirra eftir dal, sem
smáþrengdist, og fjöllin hækkuðu, og landið varð brátt
stórbrotnara og jafnvel nokkuð hrikalegt. Leiðin lá nú
upp brekku, upp í skarð, og við námum staðar þar uppi
og horfðum aftur. Þetta var fögur sjón, fjöllin og dalur-
inn og sléttan út til hafs, og hálmþakin býlin dreifð um
allt; móða var yfir landinu, sem sólin skein í gegnum. En
hann var að þykkna upp, svo að sólin hvarf okkur innan
stundar.
Við héldum áfram í austurátt. Skarðið smábreyttist í
þröngan dal, sem varð meiri og dýpri, þegar lengra dró,
og lá hann þá í bugðu til norðurs. Vegurinn lá í hallanda
norðan megin í dalnum — eða skarðinu; til vinstri var
fjall nokkuð hátt. Hægra megin í skarðinu var vatns-
rennsli, sem varð að á, en handan við það voru há og
hrjóstrug fjöll, og heita þau Cruacha Gorma, en það þýðir
bláu stakkarnir — Arnarstakkur heitir f jall í Mýrdal, svo
að vel mætti kalla þessi fjöll Blástakka, en ég kallaði þau
Bláfjöll. Þau voru með hömrum og skriðum efst, en með