Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 232
226
Ritfregnir
Skírnir
Orðin megin og máttur geta táknað eitthvað yfimáttúrlegt þar,
sem þess konar hugsanaferill ræður, en tíðast merkja þau venju-
legt afl. Mér virðist Ström ganga allt of langt i að skilja þau orð
yfirnáttúrlega, og er honum þó ljóst, að skemmra verði að ganga
en Mogk gerði í Streitberg-Festgabe 1924. Fleiri skýringar höf-
undar á orðum orka tvímælis. Engu að síður er mikið til í því, að
fommenn hafi oft þótzt verða magnaðir yfirnáttúrlegum krafti
eða missa kraftinn á yfirnáttúrlegan hátt, t. d. við herfjötur. Þessi
trú var tiltölulega óháð goðheimi ásatrúarinnar.
Síðasti kafli ritsins, um máttinn og hamingjuna, er ágætlega
gerður, þótt sumt í heimildum ritsins sé veikt. Höfundur tekur til
dæmis skógarmennina Gretti, Gísla og Hörð. Þeir voru sviptir öll-
um stuðningi af trú æsku sinnar og flestum heillum horfnir. Þeir
lágu undir álögum og vora beittir töfrum, sem enginn mennskur
maður stæðist gegn, ef hreysti hans væri eigi að nokkru yfimáttúr-
legs eðlis. Myrkfælnin sótti að Gretti og að Gísla draumar um flæð-
andi blóð. Illar dísir höfðu dæmt þá feiga. En móti öllu og öllum
gátu þeir barizt eins og kvíðalausir menn, unz yfir lauk. Enginn
svipti þá fyrr trúnni á mátt og megin.
Folke Ström hefur eigi lítinn mátt og megin til að lífga og ávaxta
rómantískan skilning á trúarheimi forfeðranna.
Björn Sigfússon.
Sagnakver Skúla Gíslasonar. Sigurður Nordal gaf út. Helgafell,
Reykjavík 1947.
Það gerist nú mikill siður að menn gangi í handrit Jóns Arna-
sonar eða önnur þjóðsagnahandrit og láti þar greipar sópa til að
fylla þjóðsagnahefti sín. Menn geta valið úr gömlum, heillegum
söfnum, og hef ég áður bent á hér í Skírni, að það er óheppilegt,
því að töluverðu máli skiptir um sum hin gömlu söfn, einkum hin
elztu, að kunna full skil á, hvað í þeim var, fá þau útgefin í heild.
En ekki er öll sagan sögöð með þessu. Það er ofur-algengt, að þegar
þjóðsagnaútgefendur taka upp sögurnar úr handritunum, breyti
þeir orðfæri að geðþótta sínum. Ég man eftir hefti, þar sem um
flestar sögumar stendur, að þær séu „að mestu eftir Lbs. . . .“, og
svo er tiltekið númerið. Hvers vegna ,,að mestu“? Hugsanleg er
þessi ástæða: Með því að breyta orðfærinu eru sögumar gerðar að
klassiskum listaverkum. Þetta gerði Jón Árnason stundum, en raun-
ar var hann mjög hófsamur og gætinn um breytingar. En mundi
það nú eiga við um breytingar sumra vítgefanda vorra tíma? Vissu-
lega ekki. Frásögn flestra manna var i meðallagi, og í meðallagi
verða sögumar — frá listarinnar sjónarmiði — þó að Pétur eða
Páll fari að hefla þær til. En við breytinguna missa þær allt vís-
indagildi. í breyttri sögu kann að vera breytt efni, og sé svo, er
vitnisburður hennar gagnslaus. Prentunin er til ónýtis. Eftir sem