Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 185
Skírnir
Ferðaþættir frá frlandi
179
dægradvalar að hlýða á list sagna og kvæða, og tíminn
hefur liðið hægara en í öðrum löndum. Þetta er nú að
breytast, raunhæf verkefni kalla menn til starfs; sagna-
mennirnir, listamenn hins lifandi orðs, eru að hverfa, og
ritskáld samtímans, af vanalegri gerð, taka við. Framtíð
írskrar menningar er mikið undir því komin, hvort þau
eiga nokkuð af þeim anda, sem birtist hjá sagnamönnun-
um og kvæðamönnunum, anda þjóðarinnar sjálfrar. En
það skiptir ekki aðeins máli fyrir menningu þessarar einu
þjóðar, heldur Vesturlanda yfirleitt, hvort hún á að njóta
fjölbreytni hinna mörgu uppsprettna þjóðernanna eða hún
á að verða eitt tilbreytingarlaust Mid-West.
Tíminn er nú farinn að líða hraðar á írlandi. Og þó fer
því fjarri, að írar hrökkvi jafnmikið við slátt klukkunnar
og flestir aðrir menn gera, eða láti hana skilyrðislaust
skipa sér fyrir. Sögu hef ég heyrt af erlendum vísinda-
manni, sem þurfti að fara yfir sund á írlandi eða á, og
hann sendi orð á undan sér til manns, sem átti að ferja
hann yfir um, kl. 4 tiltekinn dag. Þegar hann kom þang-
að, var þar enginn ferjumaður, og dagurinn leið, og ekki
kom ferjumaðurinn. Og nóttin leið, og morgunn næsta
dags, og allt fram undir nón; þá kom ferjumaðurinn. Þetta
kann að gera ferðamanni erfiðara fyrir, en það kemur á
móti, að hann hefur ekki lengi verið uppi í sveit á írlandi,
þegar inn í huga hans fer að síast einkennilegur friður
og ró, og hann smálæknast af þeim erli og þeytingi, sem
sviptir svo margan mann nú á dögum sannri lífsnautn.
Mac-an-Bhaird er ættarnafn systkinanna, sonur eða af-
komandi skáldsins. Ég finn í írskri bókmenntasögu, að
með þessu nafni var fleira en eitt skáld um 1600. Alþýðu-
listamennirnir, sem ég hitti hér við sára örbirgð í afskekktu
héraði, eru afkomendur og síðustu fulltrúar þjóðskálda
íra fyrr á öldum, bardanna, sem allt frá því um 1000 og
þangað til halla tók undan fæti á 17. öld höfðu haldið uppi
veglegum skáldskap, dýrri orðlist, sem sprottin var af
tungu þjóðarinnar sjálfrar, afspringur menningar henn-
ar, með rótum bæði í gömlum og nýjum tíma, en ekki inn-
12*