Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 83
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
81
Arið 1412 var svo komið, að sýnt hefur verið, að bisk-
upaskipti myndu bráðlega verða í Skálholti. Eftir lát Vil-
kins biskups var Jón ábóti í Munklífi í Björgvin skipaður
biskup í Skálholti af Innocentíusi páfa hinum sjötta, 14.
maí 1406.x) Jón biskup mun hafa verið lítill atkvæðamað-
ur, og telur höfundur Nýja annáls, að gætt hafi allmikils
óstöðuglyndis í stjórn hans á biskupsdæminu.1 2) Er hans
að fáu getið hér á landi. Hann varð líkþrár og gat ekki að-
staðið biskupsstörfin vegna sjúkleika síns. Um þetta hef-
ur Árna verið kunnugt og fengið hug á að verða eftir-
maður hans, og er ekki ólíklegt, að hann hafi aflað sér
meðmæla konungs í því skyni. Árið 1413 fór hann svo
suður í lönd, og var förinni heitið í páfagarð.
Um þessar mundir voru sundrungar- og niðurlægingar-
tímar fyrir kirkjuna og voru þá samtímis ekki færri en
þrír páfar. Leitaði Árni til þess þeirra, er flestar kirkju-
deildir munu hafa viðurkennt, Jóhannesar XXIII. Hann
var þá landflótta frá Rómaborg undan ófriði Neapels-
manna, er tekið höfðu borgina herskildi. Hefur Árni bisk-
up sagt út hingað ýmsar sögur af hermdarverkum Nea-
pelsmanna í Rómaborg, saurgun þeirra á Péturskirkjunni
og fleiru. Árni hitti páfann í Flórens.3) Dvaldi hann þar
í borg frá Pétursmessu, 29. júní, til Maríumessu hinnar
fyrri, 15. ágúst. Erindislokin urðu þau, að páfi skrifaði
biskupinum í Lybiku og fól honum að rannsaka, hvort Árni
væri fær um að hafa stjórn Skálholtsbiskupsdæmis með
höndum, og ef svo reyndist, þá að vígja hann aðstoðar-
mann Jóns biskups, meðan Jón biskup lifði og héldi em-
bætti sínu.4)
Hinn 10. okt. þá um haustið vígði svo Jóhannes Lybiku-
biskup Árna biskup til biskups í Skálholti í dómkirkjunni
í Lybiku.5) Jón Skálholtsbiskup hefur þá sennilega verið
1) Dipl. isl. VIII., nr. 13.
2) Nýi annáll (1409).
3) Nýi annáll (1413).
4) Dipl. isl. VIII., nr. 16.
5) Dipl. isl. III., nr. 626.
6