Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 200
194
Úr handraðanum
Skírnir
söguna og um stopulleik lukkunnar. Vendömestyttan er
gjörð eftir Trajansstyttunni í Róm, nema hvað sá er mun-
urinn, að Trajansst[yttan] er úr marmara. Nærri má
geta, hvaða maður Napoleon hefur verið, því enn þann
dag í dag vöknar Frökkum um augun, þegar þeir minnast
á hann, og enn þann dag í dag og nú meir en áður er hann
þeirra skurðgoð, þar sem hann stendur á Vendðmepláts-
inu og horfir yfir staðinn dauður en þó lifandi, því hann
vakir alltaf, en hann sefur ekki.
Mér heppnaðist þá eins og þér sjáið að fá ferðastípen-
díum og það strax í fyrsta sinni, sem er sjaldgæft í dönsku
landi. Flestir og það þeir, sem eru langtum eldri en eg og
innfæddir, „beztu danskir borgarar“, mega sækja þetta
þrisvar og fjórum sinnum, áður en þeir fá nokkuð, og svo
slettir stjórnin þetta 400, 600, 800 dölum í þá, en eg fekk
strax 1200 dali, reyndar í tvö ár, en maður er ekki neydd-
ur til að vera lengur í burtu en rúmt ár. Reyndar skal eg
ekki neita, að mig langaði til að vera burtu tvö ár að
minnsta kosti, en „efnin hljóta að ráða“, eins og þeir segja
mælskumennirnir á Alþingi, og vita þeir, hvað þeir segja,
mennirnir þeir, þó ekki kunni eg að nefna þá, af því nöfn-
in þeirra eru svo stór, eða að minnsta kosti löng, svo sem
t. d. Schweinbjörnssen (vide Statskalenderen).
Eg segi það satt, eg vildi þér væruð kominn hingað úr
einsetunni í Gáfunni, því drottinn minn má vita, hverninn
yður líður í rauninni, þó þér berið yður vel. Eg er ekki
hjartalaus, þó eg kunni að vera lundstirður og óeftirlátur,
það segi eg yður satt, og eg gjöri orð franska höfundarins
að mínum, þar hann segir: „un homme de coeur ne ment
jamais a sa conscience", hvað sem hann kann að segja
dauðlegum manneskjum alla jafna. Þegar eg kem héðan
og sný aftur við norður á bóginn, þá kem eg að Gáfu, hvort
Sem þér eruð dauður eða lifandi; ef þér lifið, trúi eg ekki
öðru en eg gæti skapað yður einn skemmtunardag eða tvo;
ef þér liggið undir leiði, sé eg, hvar það stendur, og þá veit
eg svo mikið. Fætur þeirra, „sem eiga oss burt að bera,
eru fyrir dyrum“, það er lítil huggan, en huggan þó, því