Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 84
82
Ólafur Lárusson
Skírnir
látinn, — Nýi annáll telur hann hafa dáið 1413, — eða
verið búinn að segja af sér embættinu, því að Árni var
ekki vígður aðstoðarmaður hans, heldur sjálfstæður biskup.
Eftir vígsluna hefur biskup svo haldið til Norðurlanda.
Hinn 30. jan. 1414 var hann kominn til Helsingjaborgar,
og vottar hann þar um eftirrit bréfs nokkurs.1) Dvaldi
hann enn erlendis allt árið 1414, og hefur sennilega setið
í Noregi veturinn 1414-1415, því að 28. sept. þá um haust-
ið staðfesti Jón Hólabiskup í Björgvin eftirrit af vígslu-
bréfi hans, og hafa þeir biskuparnir þá báðir verið staddir
í þeim bæ. En næsta vor, 1415, hélt hann til Islands á skipi,
sem hann átti sjálfur og hafði látið smíða. Hefur hann þá
þegar haft allmikil peningaráð, hvort sem hér hefur verið
um sjálfs hans fé að ræða, er honum hafði safnazt í vist
hans í Gizka, eða fé Skálholtsstóls eða jafnvel um lánsfé.
Biskup tók land á Þvottá í Álftafirði eystra. Gekk hann
þar af skipinu með nokkra menn, og fór landveg vestur í
Skálholt, og kom hann þangað hinn 29. júní, en skipið hélt
áfram til Hafnarfjarðar
Koma Árna biskups hefur efalaust þótt miklum tíðind-
um sæta hér á landi, því að hann kom, svo að höfð séu orð
annálshöfundarins, „hafandi svo stórt vald, sem enginn
hafði fyrir honum haft áður, einn um sig, hvorki lærður
né leikur“.2) Má þetta til sanns vegar færa, því að óhætt
mun að fullyrða, að aldrei hafi einum manni verið jafn-
mikil völd í hendur falin hér á landi sem honum, hvorki
áður né síðar. Hann var fyrst og fremst biskup Skálholts-
biskupsdæmis og handhafi þess mikla valds, er þeirri stöðu
fylgdi bæði að lögum og vegna þeirra miklu fjárhagslegu
áhrifa, sem Skálholtsbiskup gat beitt, ef hann vildi. í ann-
an stað hafði hann „biskuplegt umboð yfir heilagri Hóla-
kirkju fyrir norðan land, og þar með öllu því biskups-
dæmi, er þar liggur til“. Hafði Jón Hólabiskup veitt hon-
um þetta umboð. Árni var því raunverulega biskup yfir
1) Dipl. isl. III., nr. 629.
2) Nýi annáll (1416).