Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 92
90
Ólafur Lárusson
Skírnir
gögnum og gæðum, sem henni fylgir . . . og vér urðum
fremst eigandi að".1) Ekki verður séð, að Hjarðarholts-
kirkja hafi fengið neitt í staðinn. Snóksdal fékk hún ekki.
Jörðin komst í eigu Ara Daðasonar og var lengi óðal niðja
hans. Ari er sagður hafa verið sveinn Árna biskups og
keypt Snóksdal af honum.2) Engin vissa er þó fyrir þessu,
og aldrei verður það séð af bréfagerðum biskups, að Ari
hafi verið í fylgd með honum. Klerkarnir í Hjarðarholti
hafa ekki verið ánægðir með þessa ráðstöfun, og nefndi
Jón biskup Gerreksson út dóm um málið og dæmdi hann
Hamrenda aftur undir kirkjuna. Jörðin mun þó eigi hafa
komizt undir Hjarðarholtskirkju að því sinni, og 1492
gekk aftur dómur í málinu, útnefndur af Stefáni biskupi
Jónssyni, og var jörðin þá enn dæmd undir kirkjuna með
þeim röksemdum, að kirkjan hefði ekki fengið neitt endur-
gjald fyrir hana, er Árni biskup seldi hana.3)
Svipað mál reis út af jörðinni Syðra-Vallholti í Vall-
hólmi. Árni biskup átti ýmis kaup við hjón nokkur í Skaga-
firði, Svein Hallvarðsson og Ástríði Jörundardóttur.4)
Meðai annars tók hann Ástríði í próventu á Hólastað, en
hún gaf Syðra-Vallholt með sér til staðarins, með 16 kú-
gildum, eða alls 60 hundruð.5) Biskup hefur sett það
ákvæði í próventubréfið, að hann mætti gefa eða selja
jörðina hverjum, sem hann lysti, en gefa staðnum aftur
aðra sex tugi hundraða í próventu fyrir Ástríði. Síðan
hefur hann látið jörðina af hendi, en virðist hins vegar
ekkert fé hafa lagt til staðarins í hennar stað. Út af þessu
gekk dómur, er Jón biskup Tófason nefndi á Hólum 31. des.
1419. Sór Ástríður þar bókareið, að hún hefði aldrei sam-
þykkt, að selja mætti jörðina undan stólnum, en dóms-
menn komust að þeirri niðurstöðu, að próventan skuli eng-
1) Dipl. isl. IV.. nr. 322.
2) Jón Espólín: íslands árbækur II., bls. 8; Sýslumannaævir II.,
bls. 459.
3) Dipl. isl. VII., nr. 195.
4) Dipl. isl. IV., nr. 314, 316.
5) Dipl. isl. IV., nr. 315.