Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 37
Skirnir
Á ártið Ara fróða
35
aðrir, að þetta væri úr íslendingabók hinni fyrri. Sam-
kvæmt formálanum er óheimilt að eigna þeirri bók nokk-
uð fram yfir hina síðari nema það sé ættartölukyns eða
varði ævi konunga. Sumt af tilvitnunum til Ara er einmitt
af þessari tegund, sumt er algerlega óeðlilegt að hugsa sér
úr ættartölu eða konungaævi, sem Ari talar um. Rökrétt
ályktun af þessu er þá sú, að Ari fróði hafi skrifað fleira
en íslendingabók.
Eftirtektarvert er það, að þegar Snorri Sturluson lýsir
þeirri heimild um Noregskonunga eftir Ara, sem hann
styðst við, þá á það við íslendingabók þá, sem í var kon-
ungaævi. Þetta sýnir, að hann hefur ekki þekkt neitt rit
Ara um konungana, sem eins fullt hafi verið og sú íslend-
ingabók. Þetta bendir á, að Ari muni ekki hafa skrifað
neina Konungabók upp úr konungaævi. Hins vegar vitnar
þó Snorri á einum stað, í sögu Ólafs helga, til bóka Ara,
og sama gerir Oddur Snorrason, og þó að ekki sé loku
fyrir það skotið, að átt sé við hinar tvær gerðir íslend-
ingabókar, þá verður ekki hinu neitað, að eins líklegt er,
að hér sé átt við önnur rit.
Ein hin mikilvægasta tilvitnun til Ara fróða er í Land-
námabók Hauks lögmanns Erlendssonar. Þessi orð Hauks
standa í bókarlok og eru á þessa leið: „Nú er yfirfarit um
landnám þau, er verit hafa á Islandi, eptir því sem fróðir
menn hafa skrifat, fyrst Ari prestr inn fróði Þorgilsson
ok Kolskeggr inn vitri.“
Haukur ritar sína bók í byrjun 14. aldar (hann dó
1334). Nærri stappar, að hann megi vita til víss, hvort
Landnámabók var skrifuð á 13. öld eða fyrr. Hann ritar
tveim öldum eftir Ara. Víst geta missagnir sprottið upp
á skemmri tíma, en hvað yrði þó eftir af vitneskju okkar
um söguöld, ef við höfnuðum skilyrðislaust öllum heim-
ildum, sem væru tveim öldum yngri en atburðirnir? Auk
þess er hugsanlegt, meira að segja mjög líklegt, að Hauk-
ur hafi þessa fræðslu frá Styrmi hinum fróða, sem var
uppi miðja vega milli Hauks og Ara: eins og Haukur segir
sjálfur, var Landnámabók Styrmis önnur aðalheimild
3*