Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 27
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
25
skoðanir hans nema Maurer lítilsháttar. Aldrei svaraði
Finnur greinum Ólsens, en sat við sinn keip, og þar sem
bókmenntasaga hans og útgáfur af Landnámu urðu svo
vel kunnar erlendis, fylgdu flestir útlendingar skoðunum
hans. Nú hefur loksins Jón Jóhannesson skrifað mjög
greinargóða bók um Gerðir Landnámabókar (1941), þar
sem hann leiðir frekari rök að því, að Ari sé höfundur
Frum-Landnámu, og upp frá þessu, hygg ég, að fáir muni
verða til að neita því, að svo sé.
Þeir, sem ritað hafa um Landnámu, hafa venjulega
veitt ættvísinni þar mesta athygli. Það hafa víst verið til
menn frá fyrstu byggð íslands, sem hafa fengizt við að
rekja ættir manna og leggja þær á minnið, og á endanum
var svo mikið af því fært í letur. Það eru ekki ættartöl-
urnar, sem gera Landnámu frumlega, heldur það, að ætt-
irnar eru tengdar við staði. Grundvöllur hennar er stað-
fræðilegur, og í hlutarins eðli urðu nöfn og ættir land-
námsmannanna óaðskiljanlegt frá staðfræðinni. Það er
auðvelt fyrir menn, sem hafa gott minni, að muna ættar-
tölur án þess að hafa ef til vill nokkurn tíma þekkt eða
séð nokkurn mann af ættinni. öðru máli gegnir um staði
eða sveitir, sem menn hafa aldrei augum litið; það er ekki
auðvelt að muna það í réttri röð eða gera sér grein fyrir
útliti þeirra og takmörkum, og ef menn reyna að lýsa
þessu munnlega eða skriflega, þá er hætt við, að mjög fip-
ist fyrir þeim. Nú eru flestir á einu máli um það, að stað-
fræðin í Landnámu sé merkilega góð, svo að höfundinum
skjátlist furðulega sjaldan, og þó eru sumir, sem álíta, að
þessi frábæra staðfræðilega þekking eigi rót sína að rekja
til upplýsinga frá ýmsum mönnum hvaðanæva af landinu,
sem höfundurinn hafi náð í og síðan fært í eina heild.
Gallinn við þá tilgátu er sá, að hún hefur við ekkert að
styðjast, en er fullkomlega gripin úr lausu lofti. Lesi mað-
ur Landnámu með nútímakort við höndina, hlýtur maður
að álykta, að höfundur hennar hafi þekkt landið af sjón
og reynd. Að finna megi villur eða ónákvæmni er engin
furða; en það má furða sig á, hve tiltölulega fágætt það