Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 94
92
Ólafur Lárusson
Skírnir
Af starfi Árna biskups í hirðstjóraembættinu höfum
vér harla litlar minjar. Þó er enn til í frumriti kvittun
hans til Páls sýslumanns Runólfssonar fyrir greiðslu sýslu-
gjalda af sýslu Páls milli Norðfjarðarnýpu og Jökulsár,1)
en þar greinir hvorki upphæð gjaldanna né fyrir hvaða
tíma þau séu greidd. I sátt þeirra Lofts Guttormssonar og
Halls Ólafssonar, sem fyrr var getið, gaf biskup Loft kvitt-
an um 60 hundruð, er Páll Þorvarðsson, tengdafaðir Lofts,
skuldaði konungi vegna hirðstjóraumboðs yfir allt land,
sem Páll hafði haft af Vigfúsi ívarssyni, en jafnframt sést
það af bréfinu, að þá stóð enn eftir ógreitt af skuld Páls
eitt hundrað hundraða. Hefur hún því numið alls hálfu
öðru hundraði hundraða eða meiru. Því miður vitum vér
hvorki, hversu lengi Páll hafði umboð þetta né hvort hann
hafði áður greitt nokkuð af gjöldum sínum, en vitneskja
um þetta myndi veita oss merkilegar upplýsingar um hag
þjóðarinnar á þessum tímum.
Af því, sem sagt hefur verið hér að framan, er það ljóst,
að Árni biskup hefur verið mikill fjáraflamaður, komizt
yfir stórfé þessi ár, sem hann dvaldi hér á landi, og haft
mikið umleikis. En hann hefur ekki verið fjárgæzlumaður
að sama skapi og mikið á það vantað, að hann væri reglu-
maður í fjársökum. Það hefur sjálfsagt ekki verið að
ástæðulausu, að hann fékk auknefnið „hinn mildi“ vegna
örlætis síns, þótt vér höfum nú aðeins fáar sagnir af gjaf-
mildi hans. En rausnarleg var hjálpin, sem hann veitti
Halli Ólafssyni, er hann lagði fram hundrað hundraða til
ingur hans og hjónanna Benedikts Brynjólfssonar og Margrétar Ei-
ríksdóttur, gerður að Munkaþverá 22. ágúst 1415; Dipl. isl. III., nr.
638. Afhentu þau biskupi arf Margrétar eftir systursonu hennar,
syni Steinmóðs officialis Þorsteinssonar, en biskup tók að sér að
greiða skuldir síra Steinmóðs. Vitnisburður frá 8. febr. 1420, Dipl.
isl. IV., nr. 349, um að Ari sýslumaður Guðmundsson hafi handlagt
biskupi 20 hundruð, er hann átti hjá Magnúsi Hallssyni, og biskup
afhent Magnúsi þau til fullrar eignar. Kvittun biskups útgefin í júlí
1418 til Brands Halldórssonar fyrir greiðslu á kaupverði Barðs í
Fljótum, Dipl. isl. VI., nr. 43.
1) Dipl. isl. IV., nr. 324.