Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 44
42
Einar 01. Sveinsson
Skírnir
þó voru líka til friðsamir menn hér á landi á þeim tíma,
menn sem höfðu önnur menningarvænlegri áhugamál en
vopnaburð. 1 upphafi 11. aldar sjáum við völdin í hönd-
um manna — sumir þeirra höfðu mikið fyrir að komast
að völdunum — manna, sem vildu friða þjóðfélagið undir
veldi sínu, stjórnmálamanna, sem vildu eftir því sem hægt
var styðjast heldur við lög en sverð. Það eru menn eins
og Skafti Þóroddsson, Snorri goði, Guðmundur ríki og
Einar Þveræingur, Gizur hvíti, Hallur af Síðu o. fl. At-
hugun á mægðatengslum sumra þessara manna segir mikla
sögu. Þetta var upphaf friðaraldarinnar, sem svo er nefnd.
Niðjar þessara höfðingja sitja að völdum, á dögum Ara
aðallega í öðrum og þriðja lið, stétt smáhöfðingja, tiltölu-
lega friðsamra, sem setja svip á þjóðfélagið og gefa því
þann sérstaka menningarblæ, sem það hefur hlotið. Þeir
sitja öruggir í öndvegi, þetta er friðartími. Þeir leggja
meiri stund á lögvísi en vopnaburð, og lögvísin temur við
félagsleg áhugamál, hlutlægni (objektivitet), varfærni,
skarpleik, gagnrýni. Þvílíkt umhverfi gefur ungum sagna-
ritara ekki gandreiðarbeizli ímyndunaraflsins, heldur vog
til að vega með.
Með þessu fólki var ættvísi í hávegum höfð. Þjóðfélag-
inu var þannig háttað, að ættatengsl skiptu að lögum miklu
máli. Auk þess var ættarmetnaðurinn yfrið ríkur. Ætt-
vísin var því í senn nauðsyn og munaður, en það eru beztu
skilyrði til, að hún yrði að mikilsvirtri fræðigrein, sem
margir fróðir menn stunduðu. Einnig ættvísin tamdi
menn við nákvæmni og vandlæti. Vitlaus ættartala var
hlægileg. Ættvísinni fylgdi mannfræði yfirleitt, tímatal
og almenn sagnfræði.
Það mætti hugsa sér, að þetta friðsama þjóðfélag smá-
höfðingja hefði myglað í logni og svefndrunga. En því fór
fjarri. Hér var einmitt að ræða um fólk með opin augu og
■eyru, unga þjóð með lifandi athyglisgáfu, forvitni, nám-
girni, þorsta í hvers kyns fræði, hvort heldur þau snertu
mannlífið eða náttúruna. Einn af fornum frændum Ara
var Þorsteinn surtur, sem fann sumarauka, samtíðarmenn