Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 23
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
21
að Schedæ þýðir í raun og veru minnisgreinar, sem enn-
þá hafa ekki verið færðar inn í bók, eins og Isidor frá Se-
villia skýrir orðið í sinni Etymologiæ,1) en það rit var
þekkt á íslandi snemma. Ég hef því sett fram þá skoðun,
að þessi titill hafi verið í gamla skinnhandritinu, og hafi
verið settur þar af þeim, sem skrifaði það handrit; hann
hafi haft fyrir sér handrit af íslendingabók, en auk þess
skinnlappa, sem skrifaðar voru á ættartölur Haralds hár-
fagra, biskupanna, og Ara sjálfs, og hafi hann svo gefið
þessu öllu nafnið Schedæ. Margir hafa fallizt á þessa til-
gátu mína. En fyrir nokkrum árum tók dr. Eva Hagnell
málið til ítarlegrar athugunar í doktorsritgerð sinni við
Lundarháskóla um Ara fróða og rit hans.2) Hún rekur
sögu orðsins scheda aftan úr grískri fornöld gegnum
latneskar bókmenntir og fram yfir miðaldir, og kemst að
þeirri niðurstöðu, að það hafi verið mjög lítið brúkað á
miðöldunum, og dregur af því þá ályktun, að það sé næsta
ólíklegt, að íslenzkur skrifari á tólftu öld hafi notað það;
þó vill hún ekki neita því með öllu, að svo hafi getað verið.
Hins vegar hallast hún að þeirri skoðun, að Brynjólfur
biskup hafi gefið ritinu þennan titil, og til þess að finna
stoð þessari tilgátu sinni hefur hún farið í gegnum allt
það, sem til er eftir Brynjólf biskup á latínu, og hefur hún
þó ekki fundið orðið scheda þar; en schediasmata notar
biskupinn í bréfi til Jörgens Seefeldts, og telur dr. Hag-
nell, að þar hafi vakað fyrir biskupi schedæ. Þetta er þó
ekki sérlega sterk stoð undir skoðun hennar. Það má auð-
vitað lengi um þetta deila, en úr þessu verður aldrei skor-
ið nema gamla skinnhandritið komi í leitirnar. En hvað
sem því líður, þá er einmitt líklegt, að Ari hafi skrifað
margar minnisgreinar, hvort sem þær hafa verið kallaðar
schedæ eða ekki, og hef ég tekið eftir, að á síðustu árum
hefur þeirra oft verið getið eða gizkað á þær í bókum.
1) „Scheda est, quod adhuc emendatur, et necdum in libris re-
dactum.“
2) Are frode och hans författarskap. Lund 1939, bls. 64—75.