Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 39
Skírnir
Á ártíð Ara fróða
37
hann hafi safnað til hennar og lagt til hennar drög, ásamt
með öðrum, en einhverjum öðrum manni hafi orðið þess
auðið að fullsemja hana, og þá helzt á efri árum Ara eða
skömmu eftir dauða hans. Ég er svo bjartsýnn, að ég tel
engan veginn óhugsandi að framtíðarrannsóknir eigi eftir
að skera úr um þetta, en þá vitanlega með gaumgæfilegri
athugun Landnámu sjálfrar og með því að vega kostgæfi-
lega og hlutdrægnislaust það, sem mælir með eða móti.
Ég minnist hér á þann möguleika, að vera mætti, að Ari
hefði skráð fróðleik án þess að semja úr honum nein stór
ritverk. f rauninni er þetta ofur eðlilegt, þó að fyrri tíðar
fræðimenn hafi nærri með ofurkappi reynt að rekja allt,
sem eigna má Ara, til ákveðinna, heilsteyptra ritverka. Þó
hefur Jón Sigurðsson með ljósum rökum sýnt, að hin al-
kunna Prestaskrá frá árinu 1143 muni rituð af Ara fróða.
Þar stendur, í lok skrárinnar: „Presta nöfn þessi váru
rituð, þá er þeir lifðu allir á dögum þeira-Ketils ok Magn-
úss byskupa íslendinga ok Vilmundar ábóta at Þingeyr-
um, 1143 vetrum eptir Krists burð at alþýðu tali. En Ket-
ill Hólabyskup andaðisk tveimr vetrum síðar í Skálaholti
föstudag í sólarsetr, þá er var octabas apostolorum Petri et
Pauli. Svá sagði Magnús byskup Ara fróða, er sjálfr var
við andlát hans.“ 1 stað orðanna „Ara fróða“ hefur vitan-
lega staðið „mér“ í handriti hans. Ekki mun djarft að ætla,
að sá sem skrifaði þessa minnisgrein um dauða Ketils
biskups, hafi gert aðrar minnisgreinir svo tugum skiptir.
Á síðari tímum hefur fræðimönnum orðið ljósari tilvist
slíkra minnisgreina frá hendi Ara. Þannig hefur Barði
Guðmundsson sýnt með gildum rökum, að eðlilegt sé að
rekja tímasetningar annála frá söguöld til mannfræði- og
tímatalsminnisgreina Ara. Með samanburði á tilvitnun til
Ara í Laxdælu við ritkorn eitt aftan við sum handrit Eyr-
hyggju, Ævi Snorra goða, hef ég reynt að sýna, að þetta
síðarnefnda ritkorn sé upphaflega skráð af Ara. En vit-
anlega er langflest slíkra greina nú týnt, eða þá horfið í
síðari tíma rit, sem studdust við þær, án þess að geta heim-
ilda, Ari má þannig hafa skrifað margt, án þess hann