Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 165
Skírnir
Ferðaþættir frá írlandi
161
vingjarnlega landi á Suðaustur-írlandi. Ég skil vel, að
írskir menn gátu í fornöld hugsað sér að fara héðan til
landsins í norðvestri, þessi dalur var sem fordyri þeirrar
eyðilegu tignar, sem beið þeirra þar.
Enginn veit, hvers vegna dalurinn er kenndur við Kól-
umkilla. Kólumkilli var einn af dýrlingum írlands, hann
kristnaði Skotland út frá klaustri sínu í lova (Iona), sem
hann stofnaði árið 563. Menn vita nokkuð gjörla um ævi
hans, en þess er hvergi getið í gömlum og góðum heimild-
um, að hann hafi átt dvalarstað nér. En hver veit nema
einhverjir munka hans hafi heitið dalinn eftir honum? Og
víst er um það, að hér hafa á fyrstu öldum írskrar kristni
verið klerkar, því að þeirra sér ærin merki hér um dalinn.
Þeir hafa sem sé tekið í fjöllunum umhverfis dalinn stór-
ar hellur, oft þetta mannhæð eða í öxl á manni að lengd,
en svo sem álnarbreiðar; eru þær gráar og úr einhverju
forngrýti. Á þessar hellur er grafið ýmiss konar flúr, sér-
staklega krossar af ýmsu tagi, og er allt með sérkennilega
írskum blæ, frá tímanum áður en rómanska listarstefnan
fór að hafa áhrif á írlandi, og er eflaust samband milli
þessa skrauts og hinnar heiðnu, keltnesku skrautlistar.
Þessar hellur eru reistar upp á endann og settar hér og
þar um dalinn. En þó ekki alveg af handahófi, því að
krosshellurnar marka eins konar leiðir um dalinn. Eru
þær leiðir nefndar á írsku turas, og eru þrjár í dalnum,
en langmerkust er þó sú turas, sem kennd er við Kólum-
killa; er hún sem aflangur, óreglulegur hringur í laginu;
áfangar hennar eru krosshellur eða kuml eða þ. h., 15 að
tölu, og er Kólumkillagangan um 3 enskar mílur á lengd.
Nú mætti mönnum þykja sem þetta væru að vísu einkenni-
legar leifar liðins tíma, en kæmi þó ekki nútímanum við.
En þessu er þó ekki þann veg farið, því að á Kólumba-
messu, sem er 9. júní, koma pílagrímar úr ýmsum áttum
til dalsins, og ganga þeir í helgigöngu frá einum áfanga í
turas Kólumkilla til annars, þangað til þeir hafa farið all-
an hringinn. Menn fara þá svo snemma á fætur, að göng-
unni sé að mestu lokið við fyrsta hanagal. Menn ganga
11