Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 21
Skírnir
Ari Þorgilsson fróði
19
tilgátu (Skírnir, 1930) og vissum við þó hvorugur af öðr-
um. En hann benti á ákvæði í Lögréttuþætti Grágásar,
sem hér gæti komið til greina. Það hljóðar svo (Konungs-
bók, I, 1852, bls. 213):
„Þat er ok, at þat skulu lög vera á landi hér, sem á
skrám standa. En ef skrár skilr á ok skal þat hafa, er
stendr á skrám þeim, er byskupar eigu. Ná skilr enn þeira
skrár á, þá skal sú hafa sitt mál, er lengra segir þeim orð-
um, er máli skipta með mönnum. En ef þær segja jafn-
langt ok þó sitt hvár, þá skal sú hafa sitt mál, er í Skála-
holti er. Þat skal allt hafa, er finnsk á skrá þeiri, er Haf-
liði lét gera, nema þokat sé síðan.“
Þó að það verði kannske ekki sannað, að þessi klausa,
eins og hún er orðuð hér, sé frá fyrsta fjórðungi tólftu
aldar, er það samt hér um bil víst, að eitthvert ákvæði
þessu líkt hafi verið gert um leið og lögin voru rituð eða
skömmu eftir. Mönnum hlaut að vera það ljóst, að úr því
lögin höfðu verið sett á bókfell, yrðu brátt afrit gerð af
þeim, og því fleiri sem gerð voru, því meiri líkindi voru til
þess, að mismunur yrði á textanum. Því var nauðsynlegt
að hafa einhverja skrá, sem skæri úr því, hvað lög væri,
ef skrárnar greindi á. 1 löndum, sem hafa höfuðstað,
mundi sú skrá geymd þar. En á íslandi var enginn höfuð-
staður nema kalla megi Þingvelli það þær tvær vikur,
sem þingið stóð yfir. Að sumu leyti voru biskupsstólarnir
höfuðstaðir landsins; þeir voru einu staðirnir, þar sem
búast mátti við, að hlutir yrðu varðveittir frá einni kyn-
slóð til annarar, þótt biskupaskipti yrðu. Því var svo
ákveðið, að skrárnar á biskupsstólunum, og að síðustu sú,
sem var í Skálholti, skyldu skera úr, hvað lög væri. Það
má ætla, að biskuparnir, sem settu Kristinrétt, hafi verið
sérlega hlynntir slíku fyrirkomulagi, hafa ef til vill átt
frumkvæðið að því, því að þar með lá úrskurðaratkvæðið
í kirkjumálum hjá skrám þeim, er þeir geymdu; en auð-
vitað náði þetta til allra þátta landslaganna. Svo er að sjá
sem biskuparnir Þorlákur og Ketill hafi viljað, að með
þessum skrám, sem biskupsstólarnir geymdu, fylgdi sögu-
2*