Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 76
74
Ólafur Lárusson
Skírnir
heitið. Það mun talið styðja tilgátu þessa, að síra Þorkell
í Iteykholti átti son, er Gunnlaugur hét, og væri það þá
nafn Gunnlaugs föður Árna, afa síra Þorkels. En nafnið
Gunnlaugur getur auðvitað verið komið víða að, og er hæp-
ið að byggja á slíku, ekki sízt á þeim tímum, er þekking
vor á mannfræði íslendinga er eins takmörkuð og hún er
á 14. og 15. öld. Af Árna þessum Gunnlaugssyni er annars
það að segja, að honum bregður aðeins einu sinni fyrir, í
bréfi, sem gert var 24. maí 1384.x) Seldi hann þá Hauki
nokkrum Finnssyni jörðina Skáney í Reykholtsdal. Kaup
þessi fóru fram í Deildartungu, og gefur að skilja, að hæp-
ið er að draga þá ályktun af því, hvar bréfið var gert, að
seljandi Skáneyjar hljóti að hafa búið í Deildartungu.
Þessari síðarnefndu tilgátu um faðerni Árna biskups
fylgir sú ágizkun, að móðir hans hafi verið Þórdís, dóttir
Sigurðar lögmanns Guðmundssonar yngra, og hafi hún
verið fylgikona síra Ólafs. Er tilgáta þessi byggð á því,
að síra Þorkell Ólafsson hafi átt jarðirnar Sigluvík og
Geldingsá á Svalbarðsströnd. En haldlítil verður sú rök-
semd, er þess er gætt, að jarðir þessar voru ekki erfðafé
síra Þorkels og að hann átti þær ekki nema hluta úr ein-
um degi. Hann fékk þær frá Birni Sæmundssyni hinn 30.
júní 1431, á Alþingi, og seldi þær samdægurs Árna Ein-
arssyni.1 2) Þórdís hefur annars verið talin fylgikona síra
Þorkels Guðbjartssonar í Laufási, en það fær ekki staðizt
tímans vegna.3)
Hvorug af tilgátum þeim um faðerni Árna biskups, er
hér hefur verið getið, styðst við svo góðar líkur, að við
megi una, og er vafasamt, að aðrar sennilegri verði fundn-
ar, eins og heimildunum er farið. Vér verðum að sætta oss
við að játa, að oss sé ókunnugt um ætt hans. Það mál er
gleymskunni falið eins og svo margt annað, er varðar hann
og samtíð hans.
1) Dipl. isl. III., nr. 320.
2) Dipl. isl. IV., nr. 504, 505.
3) Sýslumannaævir I., bls. 8.