Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 221
Skírnir
Ritfregnir
215
En víkjum nú a8 sýnisbókinni. Útgefandi fylgrir henni úr hlaði
með stuttum, en vel skrifuðum inngangi. Efninu skipar hann í
flokka, fyrst koma goðakvæði og hetjukvæði; þá koma flokkar
fyrir hvert hinna norrænu landa eða landa þeirra, er víkingar
byggðu: ísland, Noreg, Vestureyjar, Grænland, Vínland hið góða,
Danmörk og Svíþjóð. Þá koma enn tveir kaflar, er heita: Onnur
kvæði (Höfuðlausn, Eiríksmál, Sonatorrek, Hákonarmál, Darraðar-
Ijóð) og .Riddarasögur og kvæði, þar í hið undurfagra Tristrams
kvæði.
Lesandinn hefur það á tilfinningunni, að bókarútgefandinn leiði
hann i Hliðskjálf, þar sem hann sér vítt ok of vítt of norðurvega,
ef ekki of veröld alla.
Hann fylgir víkingum í Austurveg til Miklagarðs — og Leifi
hinum heppna í Vesturveg til Vínlands hins góða. Lesandinn fær
að renna sér á skjöldum ofan Mundíujökla með Kimbrum og Tev-
tónum og fara í Norðursetur með Grænlendingum.
Okunnugum gæti brugðið í brún að sjá, hve lítið rúm hér er ætl-
að Svíþjóð og Danmörku, aðeins fimm og átján blaðsíður af 319!
En eyða sú, er íslendingar fylltu ekki með sínum ritum á söguöld
sinni, verður því miður aldrei fyllt, og það þótt reynt sé að berja
í brestina með latneskum, grískum og jafnvel arabiskum rithöf-
undum. Er sorglegt til þess að vita, hve aldauða er nú sá skáldskap-
ur, sem líklega hefur blómgazt í þessum norrænu kjarnlöndum frá
því á 6. öld og fram á daga Saxós hins danska, sem ekki hafði vit
á að rita það á móðurmálinu, sem hann heyrði fyrir sér haft.
Allmikið er hér af stuttum köflum úr íslendingasögum og Heims-
kringlu, og af íslendingaþáttum hafa hinir beztu verið teknir. Auk
þess eru hér líka þrír þættir úr Sturlungu, og mun það í fyrsta sinn,
sem nokkuð er þýtt á ensku úr henni; það hefur gert J. B. C. Wat-
kins á prýðilegan hátt.
Annars er það um þýðingarnar að segja, að þær eru flestar tekn-
ar úr áður þýddum sögum og kvæðum. Hér getur t. d. að líta hina
klassisku þýðingu Dasents af Njálu, og hinar fornyrtu þýðingar
Eiríks Magnússonar og Morrisar við hlið Laxdælu, sem ameríski
hagfræðingurinn Thorsten Veblen þýddi á nútímamál. Útgefandi
hefur með réttu látið þessar þýðingar halda sér óbreyttar, jafnvel
þar sem rangt var þýtt, þótt það, sem betur fer, komi ekki oft fyrir.
í stuttu máli: bókin er góður fengur öllum vinum norrænna
fræða í enskumælandi löndum, og lofar verkið bæði meistara sinn
og útgefendurna: The American Scandinavian Foundation.
A Study of History by Arnold J. Toynbee. Abridgement of volu-
mes I—VI by D. C. Somervell. Oxford University Press, New York
and London, 1947. Bls. xiii, 617.
„Ég held að af öllum þeim bókum, sem gefnar hafa verið út á