Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 151
Skímir
Lítil athugasemd
14ð
II.
Þegar Þorvaldur víðförli boðaði hér trú um 981, var
kristnin engan veginn alger nýjung hér á landi. Austur
í Kirkjubæ á Síðu var ætt, sem hafði verið kristin allt
frá landnámstíð. Á Kjalarnesi voru afkomendur Örlygs
Hrappssonar, sem dýrkuðu Kólumkilla, þó að óskírðir
væru. Sé farið aftur í tímann, aftur á landnámsöld, er hér
miklu fleira af kristnu fólki. Það er skemmtilegt efni að
renna huganum til þess, hvernig kirkjumál þess hafi ver-
ið, en vitanlega er þar allt í hálfrökkri og engin von um
að hægt sé að öðlast mikla vitneskju um það.
Flest kristið fólk á landnámstíð hér á landi heyrði til
hinnar írsku kristni. Sumt var írskt að þjóðerni, og hefur
það talað um þessi efni á sína tungu. Aðrir voru norrænir
og kunnu misjafnlega mikið í írsku. Vera má, að þeir hafi
numið einhver írsk orð um sumt, er hér var um að ræða,
og lagað þau, eða þeir hafa reynt að nota norræn orð, sem
helzt komu til greina, um hin kristnu hugtök. Og sum orð
mega þeir hafa gripið úr fornensku eða latínu.
Talið er, að orðin kross, bagall og papar séu úr írsku,
og snerta þau öll kristinn dóm. Hjá Kormáki kemur fyrir
orðið díar um guðina, og er þar á ferðinni írska orðið
Día, guð (í eignarf. Dé). Heiðin skáld settu ekki fyrir sig,
þó að þeir hafi vitað orðið haft um hinn annarlega guð
kristinna manna og því sérstaklegt að blæ, þeir nota það
eins og hvert annað skáldlegt heiti.
Einkennilega sögu á sér orðið bjannak. Það kemur fyrir
á einum stað (2. kap.) í Ynglingasögu Snorra. Hann lýsir
óðni og segir meðal annars: „Þat var háttr hans, ef hann
sendi menn sína til orrostu eða aðrar sendifarar, at hann
lagði áðr hendr í höfuð þeim ok gaf þeim bjannak.“ Snorri
skoðar þetta sýnilega sem eins konar töfraathöfn, heiðna
eða án sérstakra kristilegra tengsla. Fyrir löngu hefur
verið á það bent, að hér er á ferðinni írska orðið beann-
acht, blessun, sem raunar er ekki annað en latneska orðið
benedictio, lagað fyrir írska tungu. Sú var trú á írskum