Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 231
Skírnir
Ritfregrnir
225
morð Óðins (sem raunar gat eigi af því dáið allur) verður þannig
eðlilegur hlutur í trúnni.
Kosið hefði ég ritið lengra og fleira sagt um Óðinshugmyndir
forfeðra vorra. Aðeins eitt skal nefnt af því. Meginheimild í 4. þætti
ritsins eru að sjálfsögðu 138.—139. visa Hávamála um henging
guðsins. En höfundur hefði mátt minnast á tvær næstu vísur. Önn-
ur þeirra: Fimbulljóð níu . . . getur að vísu verið innskot, eins og
Finnur Jónsson hélt, og þá þýðingarlítil. En sé hún ekki innskot,
voru hin máttku fimbulljóð eitt af því, sem Óðni gafst ásamt rún-
um samkvæmt vísunni á undan, og má samrýma það skilningi
Ströms. Síðari vísan, 141. v., lýsir þroskun Óðins í beinu framhaldi
af henging hans og þjáning, sem fyrri vísurnar geta, og hún er
meðal gimsteina kvæðisins; ekkert dýpkar skilning Ströms á goð-
sögninni betur en hún:
Þá nam ek frævast
ok fróðr vera
ok vaxa ok vel hafast;
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki verks (leitaði).
Den egna kraftens mdn er um þá fornmenn, sem trúðu ekki á
annað sér til stuðnings en mátt sinn og megin. Trúartegund sú er
allvíða nefnd í íslenzkum fomritum, en á óljósan hátt, svo að
ímyndunarafl hverrar kynslóðar hefur getað búið sér til myndir
að vild af þessum sjálfstæðishetjum. Folke Ström sýnir, að þetta
var ákveðin trúartegund, en ekki trúleysi í seinni tíma stíl.
Fram á víkingaöld var ættin trúarleg heild, söfnuður, sem átti
sér eitthvert goðanna að meginfulltrúa, en gat í viðlögum tignað
hvaða guð, sem var. Þegar kristni kom í löndin, tóku hana heilar
ættir í senn eða heil héruð, en einstaklingum var það trauðla fært,
fyrr en ættir höfðu riðlazt af öðrum orsökum. En er maður gerðist
vargur í véum, skógarmaður eða varð á annan hátt viðskila byggð
sinni og ættingjum, missti hann möguleika til guðsdýrkunar heima
á helgum stöðum, gat elcki treyst fyrri guðum sinum að neinu ráði
né eignazt aðra með nýrri guðsþjónustuaðferð.
Þá var honum enginn yfimáttúrlegur stuðningur eftir skilinn
nema sá, sem hann leyfði sér að kalla mátt sinn og megin. Menn
þessir þóttu sumir hamrammir. Að þessari skýring fenginni leitar
Ström að skyldum trúarfyrirbrigðum, og tilkomumest eru ummæli
Þórs um mátt sinn, er hann segir við vaxandi fljótið:
Veiztu, ef þú vex,
at þá vex mér ásmegin
jafn hátt upp sem himinn.
15