Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 85
Skírnir
Árni biskup Ólafsson
83
landinu öllu. Þá hafði og Áskell erkibiskup sett hann visi-
tator yfir allt landið. Hafði sú skipun að vísu ekki mikla
þýðingu, meðan biskup fór með biskupsvald í báðum bisk-
upsdæmunum, en með þessu var honum þó falið allt hið
æðsta innlenda vald í kirkjumálum. Þá hafði hann, svo
sem áður sagði, hirðstjórn yfir allt landið „meður skött-
um og skyldum og öllum konglegum rétt“. Auk þessa hafði
hann nokkur önnur umboð, er minna máli skiptu. Munk-
lífið í Björgvin hafði falið honum að innheimta fyrir sig
tíundir í Yestmannaeyjum, en tíundir þessar átti klaustr-
ið samkvæmt gjöf Árna biskups Þorlákssonar 1280.1) Þá
höfðu og margir Björgynjarkaupmenn falið honum inn-
heimtu á verzlunarskuldum, sem þeir áttu hjá mönnum
hér á landi. Slík innheimta myndi nú á tímum ekki þykja
biskupi samboðin, en á dögum Árna biskups mun enginn
hafa á því hneykslazt, enda höfðu biskupar þá mikla og
margvíslega fésýslu með höndum, og verður eigi séð, að
höfundi Nýja annáls þyki neitt athugavert við það, að
biskup tók þetta starf að sér.
Það hefur ekki verið á hvers manns færi að ná svona
miklum völdum. Það, að Árna biskupi var trúað fyrir
þeim, ber þess vitni, hversu lagið honum hefur verið að
afla sér hylli og trausts annarra. Eiríkur konungur, Ás-
kell erkibiskup og Jón Hólabiskup hafa allir borið hið
fyllsta traust til hans, er þeir fólu honum öll þessi mikil-
vægu störf.
Hvernig rækti Árni biskup störf sín, hvernig fór hann
með þau miklu völd, er honum höfðu verið veitt? Þeim
spurningum verður aldrei svarað með nægum sanni. Heim-
ildirnar eru of slitróttar til þess, að það sé unnt. Brun-
arnir í Skálholti á dögum ögmundar biskups og Odds bisk-
ups og önnur óhöpp hafa eytt að mestu skjalasafni stóls-
ins frá þeim tímum. Þar hafa margar heimildir um Árna
biskup glatazt fyrir fullt og allt. En við þær fátæklegu
heimildir, sem enn eru til, verður að bjargast, og tilraun
1) Dipl. isl. II., nr. 83.
6*