Skírnir - 01.01.1948, Blaðsíða 106
104
Jóhann Hannesson
Skírnir
ustu bækurnar, sem taldar eru vera eftir Kung-tzu, „Hinn
mikli lærdómur“ og „Kenningin um jafnvægi og sam-
ræmi“. Það er því auðséð, að ekki er um fasta mótun
helgiritanna að ræða af hálfu Kung-tzu, og þar sem læri-
sveinar hans hafa fært tvær ofangreindar bækur hans í
letur, er ekki óhugsandi, að þeir kunni að hafa bætt ýmsu
inn í helgiritin um leið. Reichelt og sumir aðrir fræðimenn
telja, að Kung-tzu hafi sjálfur ekki samið önnur rit en
„Vor- og haust-annálana“. Þetta er saga Lú-ríkisins, þar
sem hann var fæddur.
Vitað er, að fornritin voru þá letruð á bambusflísar eða
spæni. Þetta var svo bundið saman með leðurþvengjum
og geymt á söfnum hjá þjóðhöfðingjum og aðalsmönnum.
Leifar af slíkum söfnum hafa fundizt nú á dögum. Á tím-
um Shang-keisaraættarinnar letruðu menn ýmislegt á
bein, og hafa menn á þessari öld fundið þessi bein, og telja
fornfræðingar, að þau séu frá 18. öld f. Kr. og yngri, en
þá virðist enn hafa verið eiröld í Kína. Járnöldin hófst
þar nokkrum öldum síðar en í hinum nálægu Austurlönd-
um fyrir botni Miðjarðarhafs. Af þeim leturmyndum,
sem fundizt hafa frá 18. öld f. Kr., má ráða, að þá hafi
verið raunveruleg ritöld í Kína. Frásögur um viðburði má
finna á beinum þessum, en flest það, sem á þau er letrað,
snýst um helgisiði. Gerð leturmyndanna sannar, að letrið
sjálft er allmiklu eldra.
Af þessu er það auðséð, að engin fjarstæða er að gera
ráð fyrir allmiklum bókmenntum fyrir daga Kung-tzu.
Má einnig gera ráð fyrir því, að þjóðin hafi haft þær 1 há-
vegum. Jafnvel þótt strangri gagnrýni sé beitt, þá verður
það að teljast sannað mál, að kínverska letrið hafi verið
notað fyrir aldamótin 1700 f. Kr. til þess að skrásetja við-
burði. Innan um letrið finnast að vísu hreinar myndir,
t. d. af dýrum, og ekki mun ósennilegt að ætla, að letrið
hafi fyrst verið notað við helgiathafnir og töfra.
Aðhyllist menn skoðanir nútíma Kínafræðinga, verður
þó að líta svo á, að litlar líkur séu til, að Yao og Shun séu
sögulegar persónur. Fræðimenn líta einnig svo á, að mest