Skírnir - 01.09.1994, Page 8
Frá ritstjórum
SKÁLD skírnis á þessu hausti er Unnur Eiríksdóttir (1921-1976) og má í
heftinu lesa þrjú ljóð hennar, sem tekin eru úr ljóðabókinni I skjóli hásk-
ans. Myndverk Skírnis er eftir Georg Guðna og ritar Hannes Sigurðsson
grein um verk listamannsins. Umfjöllun Hannesar er allítarleg, en rit-
stjórar hafa lengi haft hug á að auka vægi þessa þáttar.
Þrjár ritsmíðar, eftir þá Kristján Kristjánsson, Magnús D. Baldursson
og Róbert H. Haraldsson, fjalla um heimspeki tilfinninga, svið sem lengi
hefur verið vanrækt en fræðimenn sinna nú í vaxandi mæli. Sú umræða á
sér snertifleti við ýmis lista- og fræðasvið, svo sem bókmenntir, sálar-
fræði og fagurfræði. Ritgerð Páls Skúlasonar, sem tekur upp upplýs-
ingarþráðinn úr síðasta hausthefti, og grein Stefáns Snævarr glíma í raun
við skyld viðfangsefni, þótt með öðrum áherslum sé.
Á síðustu mánuðum og misserum hefur allmikið verið deilt um starf
fornleifafræðinga hér á landi. Ritgerðir þeirra Adolfs Friðrikssonar og
Bjarna F. Einarssonar koma að þessu efni úr ólíkum áttum. Heftið
geymir einnig síðari hluta hinnar yfirgripsmiklu ritgerðar Atla Ingólfs-
sonar, „Að syngja á íslensku".
I Skírnismálum bregst Álfrún Gunnlaugsdóttir við spurningum sem
Páll Skúlason beindi til rithöfunda í Skírni fyrir nokkru, og Atli Harðar-
son hugleiðir hlut stærðfræðinnar í almennri menntun. Ágúst Þór Árna-
son vekur máls á þeim mannréttindaákvæðúm sem íslendingar búa við
og hvetur til umræðu um þetta mál.
Með þessu hefti kveðjum við Skírni og lesendur hans. Annar okkar
tók við ritinu vorið 1987 en saman höfum við stýrt því síðastliðin sex ár.
Við höfum reynt að stuðla að fjölbreytilegri menningarumræðu og höf-
um þá í senn leitað fyrirmynda í sögu tímaritsins og bryddað upp á
nýbreytni í efnisvali og efnisþáttum. Einnig beittum við okkur fyrir
breytingu á útliti ritsins. Ein helsta hugsjón okkar hefur verið sú að
uppistaðan í Skírni sé vandaðar og efnismiklar fræðigreinar sem jafn-
framt séu aðgengilegar fróðleiksfúsum almenningi. Við höfum viljað
staðfesta lykilstöðu Skírnis á milli annars vegar fræðibókaútgáfu og hins
vegar tímarita sem ganga út frá því að nútímafólk lesi ekki annað en
stuttar og „léttar“ greinar.
Ráðgert er að Skírnir verði áfram í höndum tveggja ritstjóra og verð-
ur annar þeirra Jón Karl Helgason, sem starfað hefur með okkur að
ritstjórn þessa árgangs. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir samstarf-
ið. Einnig þökkum við öllum þeim sem skrifað hafa í Skírni á okkar
ritstjórnartíð og þeim sem lagt hafa útgáfu hans lið. Forseta og öðrum
starfsmönnum Hins íslenska bókmenntafélags þökkurn við samvinnuna
og margvíslegan stuðning.
'Vilhjálmur Árnason og Astráður Eysteinsson