Skírnir - 01.09.1994, Page 9
RITGERÐIR
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Um geðshræringar
1. Uppfitjun
fyrir réttum 75 árum, um svipað leyti og Sigurður Nordal kynnti
Reykvíkingum skapgerðarfræði sín í Bárubúð,1 kom út með Ar-
bók Háskóla Islands hundrað blaðsíðna fylgirit eftir Ágúst H.
Bjarnason prófessor. Tilgangur þess var að upplýsa almenning
um ýmis nýmæli er orðið hefðu úti í hinum stóra heimi við rann-
sóknir á mannlegum tilfinningum.2 Ágúst skóf ekki utan af mikil-
vægi slíkra rannsókna; það þyrfti að semja „einskonar andlega
náttúrufrœði“, er lýsti innra eðli okkar ekki síður en hinu ytra, og
„þar sem öllum þörfum vorum, tilfinningum og tilhneigingum"
væri „skipað rjettilega niður í nokkurnveginn samfelt kerfi.“3
Ekki ætlaði Ágúst sér þá dul að útlista slíka „andlega náttúru-
fræði“ í ritgerð sinni; taldi þó „skást, að láta Árbókina að þessu
sinni flytja mönnum nokkrar fregnir af þessu nýmæli, jafnframt
því sem jeg reyndi að koma því svo fyrir og lýsa því svo, sem jeg
hygði rjettast vera.“4
Nærri má geta að þessi ritgerð Ágústs H. Bjarnasonar um til-
finningalífið bar sama höfundarmark og önnur verk hans: yfirlæt-
islausan en um leið aðalborinn stílsmáta, skýrleik í framsetningu
og þá kjarnvísu glöggsýni er jafnan beindi athygli lesandans að
hinu stórbrotna í því hversdagslega. Það sem meira er: Rétt eins
og í Sögu mannsandans var efninu svo vel til skila haldið að á
mælikvarða öndverðrar 20. aldar hefði naumast orðið um bætt.5
1 Hannesar Árnasonar fyrirlestrar hans, sem hér er vísað til, voru loks gefnir út
árið 1986, Einlyndi og marglyndi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag).
2 „Um tilfinningalífið", fylgir Árbók Háskóla íslands (1918).
3 Sama rit, bls. 7.
4 Sama rit, bls. 4.
5 Tilvísunin til slíks mælikvarða er jafnvel óþörf. Reynsla mín úr heimspeki-
kennslu er sú að oftar en ekki sé umfjöllun Ágústs í Sögu mannsandans enn
hin greinarbesta og nákvæmasta sem rituð hefur verið á íslenska tungu.
Skírnir, 168. ár (haust 1994)