Skírnir - 01.09.1994, Page 14
284
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKlRNIR
fótinn, reiði þegar hún er misrétti beitt o.s.frv. En skyldi ekki
vera hæpið að lýsa ástinni sem einstakri, sjálfstæðri geðshræringu,
utan og ofan við allar hinar sem hún vekur? Spurning enska
skáldsins Swifts er enn í fullu gildi:
Love why do we one passion call
When ‘tis a compound of them all?
Snúum okkur þá að spurningum 2) og 3) hér að framan. Þeim
hafa menn reynt að svara með fullbúnum kenningum um eðli og
mörk geðshræringa. Eins og einlægt viðgengst í hugmyndasög-
unni hafa ólíkir hugsuðir þar lagt allmisjafnt til og raunar hver
togað sinn skækil. Ef við horfum um öxl til þess tíma er Agúst
skrifaði ritgerð sína um tilfinningalífið þá áttu svokallaðar skyn-
kenningar enn miklu fylgi að fagna.13 Raunar óðu þær uppi alveg
fram yfir miðja þessa öld, ásamt og með atferðiskenningunni, en
öldufaldsdagar hennar eftir seinna stríð voru jafntilþrifamiklir og
þeir voru stuttir. Hyggjum næst um stund að þessum kenningum
og helstu annmörkum þeirra.14
Samkvæmt skynkenningunum er það hin óbrotna skynjun
eða „upplifun“ sem gerir tilfinningu að ákveðinni geðshræringu
og greinir hana frá öðrum slíkum. I hugskoti okkar birtist allt í
einu skynjanlegur eiginleiki sem við sjálf (og aðeins við sjálf) eig-
um aðgang að með sjálfsskoðun. Ég er afbrýðisamur þegar ég
finn fyrir hinni sérstöku kennd sem tilheyrir afbrýðisemi og er
eðlisólík öðrum kenndum sem ég þekki einnig af eigin raun:
kenndum er auðkenna reiði, blygðun o.s.frv. Við sjáum að skyn-
kenningarnar leggja þannig í raun að jöfnu geðshræringu og
13 „Skynkenningar" er hér þýðing á „sensory theories" og „vitsmunakenningar"
(síðar í ritgerðinni) á „cognitive theories".
14 Ágæta umræðu um ágalla skyn- og atferðiskenninga má finna í grein W. P.
Alstons, „Emotion and Feeling" í The Encyclopedia of Philosophy, ritstj. P.
Edwards (London/New York: Macmillan 1967), 2. bindi, og í formála C. Cal-
houns og R. C. Solomons að ritgerðasafni er þau stýrðu, What is an Emotion'í
(New York/Oxford: Oxford University Press 1984). Sjá einnig hárbeitta
gagnrýni Þorsteins Gylfasonar á skynkenningu Símonar J. Ágústssonar, í Til-
raun um manninn (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1970), bls. 107-113.